Ekkert ákveðið með íbúakosningar

Stakksberg á verksmiðjuna í Helguvík og vinnur nú að deiliskipulagsbreytingum ...
Stakksberg á verksmiðjuna í Helguvík og vinnur nú að deiliskipulagsbreytingum á lóðinni. Yfir 25% íbúa með kosningarétt í Reykjanesbæ vilja að íbúakosningar verði haldnar, en óljóst er að hverju verður spurt og hvenær slíkar kosningar gætu farið fram. mbl.is/RAX

„Þetta eru 20% bæjarbúa, við erum búin að fá það staðfest, þannig er staðan,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, í samtali við mbl.is um þær undirskriftir sem íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík skiluðu til bæjaryfirvalda á þriðjudag.

En hvað tekur nú við? Íbúarnir 2.740 sem eru á undirskriftalistanum krefjast þess að íbúakosningar fari fram um rekstur og uppbyggingu kísilvera í Helguvík, en ekki liggur fyrir að hverju verður spurt, hvenær slíkar kosningar geta farið fram eða hvort niðurstöður úr íbúakosningum verði hafðar bindandi fyrir bæjarstjórnina, að sögn Jóhanns Friðriks.

Hann segir að þetta sé orðið alveg afskaplega flókið mál og án fordæma. Í svipaðan streng tekur Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, félags í eigu Arion banka sem tók yfir rekstur kísilverksmiðju United Silicon eftir að félagið fór í þrot í byrjun síðasta árs.

„Ég veit eiginlega ekki alveg um hvað menn ætla að kjósa, frekar en bæjarfulltrúarnir sjálfir,“ segir Þórður Ólafur í samtali við mbl.is. „Ég veit ekki hvort það er verið að fara að kjósa um fyrirtækið Stakksberg, hvort verið er að fara að kjósa um kísilverin bæði, Stakksberg og Thorsil, eða hvort að það er verið að fara að tala um uppbyggingu stóriðju á svæðinu í heild,“ bætir hann við og segist bara bíða eftir því að heyra hvað bæjaryfirvöld ætli sér að gera.

Telja bótaskyldu blasa við

Stakksberg lýsti því í bréfi til Skipulagsstofnunar í desember, að mat fyrirtækisins væri að ef svo færi að Reykjanesbær gerði fyrirtækinu ókleift að starfrækja verksmiðjuna í Helguvík með því að koma í veg nauðsynlegar deiliskipulagsbreytingar, væri bærinn að baka sér bótaskyldu.

„Verksmiðjan hefur þegar verið byggð á lóðinni fyrir um 22 milljarða króna. Um er að ræða réttindi sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og atvinnuréttindi sem njóti verndar 75. gr. stjórnarskrár. Um slík réttindi verði ekki kosið í almennum kosningum að mati Stakksberg[s] ehf.,“ segir meðal annars í bréfinu, sem Stakksberg sendi Skipulagsstofnun.

Þórður Ólafur segir við blaðamann að þær skipulagsbreytingar sem Stakksberg hafi unnið að varðandi lóð sína í Helguvík séu fremur smávægilegar og tvíþættar. Annars vegar snúi þær að því að byggingarreitir á lóðinni verði skilgreindir með sama hætti og á nærliggjandi lóðum á iðnaðarsvæðinu.

Þessi breyting á deiliskipulagi er að sögn Þórðar nauðsynleg, svo Stakksberg geti uppfyllt þá úrbótaáætlun sem samþykkt hefur verið af Umhverfisstofnun og er nauðsynlegt að ráðast í svo að gæði kísilversins geti orðið á pari við „og í raun og veru umfram það besta sem gerist í þessum geira“.

Hins vegar þarf að breyta deiliskipulaginu til þess að leiðrétta mistök sem bærinn sjálfur gerði við útgáfu byggingarleyfa á lóðinni, en í ljós kom að hluti verksmiðjunnar var hærri en skipulag sagði til um að væri leyfilegt, sem nam allt að 13 metrum.

„Engu að síður hafði sveitarfélagið gefið út byggingarleyfi á þessum byggingum og upplýst Skipulagsstofnun um það að þeir teldu að þeir hefðu raunverulega breytt deiliskipulaginu með því að gefa út byggingarleyfi. Sveitarfélagið er búið að viðurkenna mistök í deiliskipulagsvinnunni og það eru mistök sem þeim ber að leiðrétta,“ segir Þórður Ólafur.

Verði ekki rekið „að hætti Magnúsar Garðarssonar“

Bæjarstjórn veitti Stakksbergi heimild til þess að vinna að deiliskipulagsbreytingum fyrir um þremur vikum síðan en Þórður segist ekki vita hvert framhaldið verði. Hann segir þó að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að fyrirtækið eigi lóðina og hafi öll leyfi til rekstrar að því gefnu að það sé farið í þær úrbætur sem hafi verið samþykktar af hálfu Umhverfisstofnunar.

„Þeim úrbótum er raunverulega ætlað að miða að því að íbúum þarna á ekki að stafa ami af verksmiðjunni í framtíðinni. Það er þannig fyrirtæki sem við ætlum að reka, það ætlar enginn að reka fyrirtæki að hætti Magnúsar Garðarssonar þarna,“ segir Þórður Ólafur.

Íbúar og bæjarstjórn brennd eftir United Silicon

Hörmungasögu kísilvers United Silicon í Helguvík þekkja flestir, sem á annað borð hafa fylgst með íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Ítrekaðir brestir voru í starfsemi kísilversins eftir að það var gangsett árið 2016, íbúar í Reykjanesbæ kvörtuðu sáran undan óþægindum vegna mengunar frá verksmiðjunni og ofan á allar brotalamirnar í daglegum rekstri kísilversins hefur fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, Magnús Ólafur Garðarsson, sem Þórður Ólafur vísaði til hér að ofan, verið lögsóttur af þrotabúinu fyrir meint fjársvik. Þar voru hlutirnir sannarlega ekki í lagi.

Málefni kísilmálmverksmiðjunnar voru áberandi er kosið var til bæjarstjórnar síðasta vor og fulltrúar þeirra flokka sem eru við völd í Reykjanesbæ, Framsóknarflokks, Samfylkingar og óháðra og Beinnar leiðar, hafa verið samstíga í andstöðu sinni við uppbyggingu kísilvera í Helguvík.

Ekkert annað hægt að gera með húsin

Á bæjarstjórnarfundi 22. janúar lét meirihlutinn bóka áskorun til bæði Thorsil og Arion banka, eiganda Stakksbergs, um að „falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmsverksmiðja í Helguvík og hvetja þá til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu í sátt við fólkið í sveitarfélaginu og umhverfið.“

Blaðamaður spurði Þórð Ólaf að því, hvort þær byggingar, sem áður hýstu kísilver United Silicon í Helguvík, gæti mögulega verið hægt að nýta í eitthvað annað. Svarið var nei.

Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík tók til starfa 11. nóvember ...
Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík tók til starfa 11. nóvember 2016. Starfsemin var stöðvuð rúmum 10 mánuðum síðar. mbl.is/RAX

„Þetta er nú með sértækari byggingum og mannvirkjum sem hægt er að hugsa sér. Þetta er ekki áskorun um annað en að slá striki yfir þessa hartnær 20 milljarða sem varið hefur í þetta verkefni og treysta svo stjórnmálamönnum þarna suður frá til þess að taka fagnandi á móti næstu milljörðum í næstu fjárfestingu, sko. Þetta var nú léttara í vasa en maður kannski hefði óskað,“ segir Þórður Ólafur um þessa áskorun bæjarstjórnar.

Sveitarfélagið í sérstakri stöðu

Jóhann Friðrik segir að þetta sé réttmætur punktur hjá Þórði, vissulega sé fjárfestingin í verksmiðjunni gríðarleg.

„En að sama skapi hefur þetta verið alveg ofboðslegt tap og vesen fyrir sveitarfélagið, svo það er margt í þessu. Sveitarfélagið situr uppi í alveg ofsalega sérstakri stöðu, með verksmiðju sem að fúnkeraði aldrei.

En það er alveg rétt, þetta er ekki eins og þetta sé bara eitthvað grindverk sem menn myndu vera að taka ákvörðun um. Auðvitað eru þetta miklar upphæðir sem er búið að setja í þetta og við gerum okkur alveg grein fyrir því, en við verðum líka að taka mið af breyttum aðstæðum. Það var þarna verksmiðja í gangi sem að ekki virtist vera hægt að reka með sóma, það er mergurinn málsins, ef að svo hefði aldrei verið þá væri hún væntanlega bara enn þá í gangi,“ segir Jóhann.

Hann segir það jafnframt liggja fyrir að verið sé að gera deiliskipulagsbreytingar, þar sem starfsemin sem Stakksberg fyrirhugi, til þess að uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar og reka kísilver í Helguvík, rúmist ekki innan gildandi deiliskipulags.

Eru íbúar undirseldir hverju sem er?

Jóhann leggur áherslu á að málið sé gríðarlega flókið og sé jafnvel farið að snúast um það hvar lýðræðið standi.

„Erum við undirseld hverju sem er, ef að það eru bara samningar í gildi þó svo að allt hafi farið í skrúfuna? Það er alveg „valid“ spurning, ekki bara gagnvart þessu máli heldur bara almennt,“ segir Jóhann Friðrik, en niðurstaða í þessu máli er hvergi nærri.

Bærinn mun ekkert aðhafast fyrr en Stakksberg verður búið að skila inn deiliskipulagstillögu til afgreiðslu. Áfram verði unnið að þessum málum eins faglega og hægt er, að sögn Jóhanns. 

„Okkar samskipti við þessa aðila hafa öll verið á þeim nótum að menn bara sýna virðingu í samskiptum. Það eru allir að gæta einhverra hagsmuna og það er bara eðlilegt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fara af stað með þessa verksmiðju, annars væru þeir ekki að gæta hagsmuna eigenda,“ segir Jóhann Friðrik.

mbl.is

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

Í gær, 23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

Í gær, 22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

Í gær, 21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

Í gær, 21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

Í gær, 21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

Í gær, 21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

Í gær, 20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

Í gær, 20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

Í gær, 18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

Í gær, 18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

Í gær, 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

Í gær, 17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

Í gær, 17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

Í gær, 16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

Í gær, 16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

Í gær, 16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

Í gær, 15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

Í gær, 15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

Í gær, 15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vin...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...