Höldur og Friðheimar hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Þórdís Bjarnadóttir, bókanastjóri og fyrsti ...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Þórdís Bjarnadóttir, bókanastjóri og fyrsti skólastjóri Mannauðsskóla Hölds, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, Geir Kristinn Aðalsteinsson, mannauðsstjóri Hölds, Sigrún Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Höldi, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Ljósmynd/Aðsend

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Höldur á Akureyri er Menntafyrirtæki ársins og Friðheimar í Bláskógabyggð er Menntasproti ársins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í morgun. Meðal þeirra sem ávörpuðu gesti var forseti Íslands sem óskaði verðlaunahöfunum innilega til hamingju.

Í tilkynningu frá SA segir að Höldur sé öflugt og rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki sem starfar um land allt. Höldur rekur Bílaleigu Akureyrar sem er stærsta bílaleiga landsins með tuttugu og þrjú útibú. Flotinn telur um 4.500 bíla og fyrirtækið er einn stærsti bílakaupandi landsins auk þess að veita fjölbreytta þjónustu. Um 240 starfsmenn eru hjá Höldi allt árið og á fjórða hundrað þegar mest er að gera yfir sumartímann. Störfin eru af ýmsum toga en fræðsla og markviss þjálfun er lykillinn að góðum rekstri.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, tók við verðlaununum og sagði þau mikla hvatningu og að hann tæki við þeim af þakklæti og stolti fyrir hönd starfsfólks Hölds.

Yfirgefin gróðrastöð varð blómlegt fjölskyldufyrirtæki 

Friðheimar er blómlegt fjölskyldufyrirtæki í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Árið 1995 keyptu ung hjón úr Reykjavík, Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir, yfirgefna gróðrastöð þar sem þau hafa látið drauma sína rætast og upplifað ævintýri sem þau sáu ekki fyrir. Fyrir 10 árum opnuðu þau Friðheima fyrir ferðamönnum og á síðasta ári heimsóttu þau um 180 þúsund gestir. Ferðaþjónusta er veigamesti þátturinn í rekstri Friðheima í dag ásamt framleiðslu tómata, hrossarækt og fræðslu um íslenska hestinn og ylrækt á Íslandi. Friðheimar eru opnir allt árið. Heilsársstörf eru um 50 og 10 starfsmenn bætast við yfir sumarið.

Knútur tók við verðlaunum og sagði við það tilefni að það væri bæði mikill heiður og ánægja að taka við þeim. Hann sagði tækifærin í ferðaþjónustu vera mikil út um allt land.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Rakel Theodórsdóttir, markaðs-og gæðastjóri Friðheima, ...
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Rakel Theodórsdóttir, markaðs-og gæðastjóri Friðheima, Janis Schwenke, veitinga- og móttökustjóri Friðheima, Helena Hermundardóttir og Knútur Ármanns, eigendur Friðheima, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
38" Toyota landcruiser 150 til sölu
Ekinn 120 þ.km, nýskráður 06.15 og skoðaður 2021. Loftlæsingar, Fox fjöðrun, auk...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...