Vigdís kærir borgarstjórnarkosningar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík. mbl.is/Rax

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sem fóru fram 26. maí 2018.

Áður hafði Vigdís lýst því yfir að hún hygðist senda beiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem óskað yrði eftir því að framkvæmd sveitarstjórnarkosninga 2018 í Reykjavík yrði tekin til skoðunar og lögmæti þeirra metið.

Gerði hún það í kjölfar fundar borgarráðs í morgun þar sem farið var yfir úr­sk­urð Per­sónu­vernd­ar um notk­un Reykja­vík­ur­borg­ar og rann­sak­enda við Há­skóla Íslands á per­sónu­upp­lýs­ing­um frá Þjóðskrá Íslands.

Í um­rædd­um úr­sk­urði er sagt að kjós­end­ur hafi fengið gild­is­hlaðin skila­boð frá borg­inni sam­hliða hvatn­ingu til þess að kjósa, í einu til­felli hafi verið um efn­is­lega röng skila­boð að ræða.

Vigdís greinir frá kærunni á Facebook þar sem hún birtir bréf sem hún sendi sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu kemur meðal annars fram að samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar sé kærufrestur sjö dagar að afliðnum kosningum.

Eðli máls samkvæmt er sá frestur löngu liðinn, en nú hefur Persónuvernd gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og aðdraganda kosninganna sbr. úrskurður sem birtur var á Reykjavíkurborg hinn 7. febrúar s.a. og lítur kærandi svo á að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann dag,“ segir í bréfi Vigdísar.

„Í XIV. kafla sveitarstjórnarlaga segir í 93 gr. um kosningakærur: „Sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningarnar skal afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. Í ljósi framangreinds afhendi ég Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu kæru til efnismeðferðar og úrskurðar,“ segir enn fremur.

 

mbl.is