Bíða útspils stjórnvalda

Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna á fundinum …
Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held það sé óhætt að segja að við séum fjær lausn á deilunni,“ segir formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, aðspurð um stöðu viðræðna félagsins, VR, VLFG og VLFG við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í dag.

Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði sem félögin lögðu fram gegn tilboði samtakanna sem lagt var fram á síðasta fundi, og sagði framkvæmdastjóri SA gagntilboðið óaðgengilegt.

„Samningaviðræðurnar hafa mjakast afskaplega hægt og við höfum nálgast málin frá ólíkum stað,“ segir Sólveig Anna.

„Nú bíðum við eftir því að fá að heyra hvert útspil stjórnvalda verður eftir helgi. Það mun hafa mikið að segja um hvert framhaldið verður.“

Næsti sáttafundur í deilunni fer fram á fimmtudag í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert