Endurnýja 221 vegvísi í Heiðmörk

Nýir vegvísar sem settir verða upp í Heiðmörk.
Nýir vegvísar sem settir verða upp í Heiðmörk.

Meðal verkefna ársins í Heiðmörk er að endurnýja 221 upplýsingaskilti og vegvísa í Heiðmörk. Áætlað er að heildarkostnaður verði um 22,5 milljónir króna.

Orkuveita Reykjavíkur hefur samþykkt aðild að verkefninu, en Skógræktarfélag Reykjavíkur á einnig í viðræðum við Reykjavíkurborg og Garðabæ um fjármögnun.

Þáttur í verkefninu er að koma upp öryggiskerfi í Heiðmörk í samstarfi við Neyðarlínuna til að stytta viðbragðstíma ef óhapp verður. Á fjölda vegvísa og skilta verða númer, sem hægt er að vísa til og staðsetja sig nánar innan svæðis, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert