Erlendir ríkisborgarar á Íslandi 44.675

mbl.is/​Hari

Erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru á Íslandi hefur fjölgað um 519 á tveimur mánuðum og voru þeir 44.675 talsins 1. febrúar. Flestir erlendir ríkisborgarar eru eftir sem áður frá Póllandi, eða 19.399, en 4.138 eru með litháískt ríkisfang. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem birtar voru í dag.

Pólskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 2.389 frá 1. desember 2017 og litháískum ríkisborgurum fjölgaði um 769 á sama tímabili. Ríkisborgurum frá Rúmeníu fjölgaði um 574 á tímabilinu, ríkisborgurum frá Lettlandi um 474 og frá Króatíu um 322.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert