Fimm fá rúmar 43 milljónir

Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um.

Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn á Spáni og einn í Slóvakíu. Fyrsti vinn­ing­ur­inn, upp á rúm­lega 1,3 millj­arða króna, gekk hins veg­ar ekki út.

Þá skiptu tveir með sér þriðja vinningnum og eru rúmlega 38 milljónum króna ríkari. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Póllandi. 

Tölur kvöldsins voru 1, 24, 30, 31, 47, 7 og 9.

Einn var með fjór­ar rétt­ar töl­ur í réttri röð í Jóker og fær að laun­um 100 þúsund krón­ur, en sá keypti miðann í N1 á Leiruvegi á Akureyri.

Jókertölur kvöldsins voru 7, 2, 1, 5 og 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert