Gert að greiða miskabætur vegna fréttar

Frá mótmælum við lögreglustöðina í tengslum við fyrstu fréttir af …
Frá mótmælum við lögreglustöðina í tengslum við fyrstu fréttir af Hlíðamálinu. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, var í dag dæmdur til að greiða tveimur karlmönnum 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur vegna fréttar sem birtist á vef Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða.

Frá þessu er greint á vef RÚV. Auk þess dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur sex um­mæli Tryggva Viðars­son­ar, í tengslum við sama mál, dauð og ómerk.

Ummæli sem birtust á vef Hringbrautar voru dæmd dauð og ómerk. Þar kom meðal annars fram að meðal nemenda Háskólans í Reykjavík gengi sú saga að mennirnir hefðu haft fleiri fólskuverk í hyggju og að tekist hefði að koma í veg fyrir þriðju nauðgunina.

Héraðsdómur sagði Hringbraut hafa brugðist skyldum sínum með skrifunum og afvegaleitt umræðu um mennina tvo. 

Mikið uppþot varð í sam­fé­lag­inu í kring um málið og voru karl­menn­irn­ir tveir sagðir hafa sér­út­búið um­rædda íbúð til brota sinna og að fórn­ar­lömb­in þeirra hefðu verið fleiri en eitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert