Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo

Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, ...
Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikill viðbúnaður lögreglu er í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu vegna heimsóknar Michaels R. Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins. Meðal annars eru sérsveitarmenn á staðnum auk fjölda almennra lögreglumanna.

Pompeo situr nú fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu en flugvél hans lenti á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um klukkan tólf á hádegi. Tók Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, meðal annars á móti honum.

Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra ...
Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn

Fundinn með Pompeo sitja einnig Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsætisráðherra, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þeir Guðlaugur Þór og Pompeo hittust áður í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í byrjun janúar. Þar voru viðskipti á milli landanna ekki síst umræðuefnið.

Pompeo mætti í Hörpu með fjölmennu fylgdarliði um klukkan hálfeitt. Þar á meðal eru lífverðir og erlent fjölmiðlafólk. Gert er ráð fyrir að fundur utanríkisráðherranna taki um klukkustund. Blaðamannafundur verður haldinn að fundinum loknum klukkan 13:30. Auk viðskipta er viðbúið að varnarmál og málefni norðurslóða verði til umræðu.

Eftir fundinn með Guðlaugi Þór mun Pompeo halda í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og funda þar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Þetta er í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir landið frá árinu 2008. Þáverandi utanríkisráðherra landsins, Condoleezza Rice, heimsótti þá landið í maí það ár á leið sinni til Svíþjóðar og ræddi við íslenska ráðamenn.

Þegar Rice heimsótti landið var Geir forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Pompeo ljósmyndaður í bak og fyrir eftir komuna í Hörpu ...
Pompeo ljósmyndaður í bak og fyrir eftir komuna í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn
George Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Pompeo á flugvellinum.
George Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Pompeo á flugvellinum. mbl.is/Árni Sæberg
Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, ...
Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Önnur flugfélög að falla á tíma

05:30 Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Meira »

Tjá sig ekki um orkupakkann

05:30 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á fundi sínum í gær. Sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna þriðja orkupakkans verði kynnt öðrum hvorum megin við helgi. Meira »

Metfjöldi í Landgræðsluskóla SÞ

05:30 Alls er nú 21 nemandi skráður í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hófst fyrir skömmu, en um er að ræða árlegt sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur verið skráðir á námskeiðið. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »
Handlaug til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð fæst fyrir lítið. uppl. 8691204....
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...