Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum

Mótmælendur skoruðu á íslensk stjórnvöld að þrýsta á Pompeo að …
Mótmælendur skoruðu á íslensk stjórnvöld að þrýsta á Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð. Ljósmynd/Aðsend

Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengsl­um við komu Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hingað til lands. Pompeo og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra funduðu í ráðherrabústaðnum eftir hádegi. 

Þó nokkur fjöldi mætti og skoraði á íslensk stjórnvöld að þrýsta á Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð. 

Í tilkynningu frá ungliðahreyfingunum segir að lítill fyrirvari hafi verið á mótmælunum þar sem stjórnvöld gátu ekki gefið út stað né stund fundarins fyrr en 90 mínútum áður. „Það er til marks um alvarleika mannréttindabrotanna hve fljótt var hægt að safna í stóran hóp mótmælenda,“ segir í tilkynningu. 

Ung vinstri græn, Ungir jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósíalistaflokksins og Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar, stóðu að mótmælunum en öllum ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna var boðið að taka þátt. Þá segir í tilkynningu að mótmælin sjálf hafi verið óflokksbundin, þverpólitísk og var öllum boðið sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt.

Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag …
Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengsl­um við komu Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hingað til lands. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert