Olli óhappi undir áhrifum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi voru þrír menn í bílnum allir handteknir vegna þess að ekki lá ljóst fyrir hver þeirra var við stýrið. Slökkvilið og sjúkraflutningafólk var kallað á vettvang en meiðsli eru ekki talin alvarleg.

Á nánast sama tíma missti annar ökumaður stjórn á bíl í hálku og lenti á staur á Kársnesbraut. Hann er ekki grunaður um akstur undir áhrifum.

Frá vettvangi í Kópavogi í kvöld.
Frá vettvangi í Kópavogi í kvöld. mbl.is/Þorgerður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert