Ráðinn fréttastjóri stafrænna áskrifta

Kristján H. Johannessen.
Kristján H. Johannessen. Kristinn Magnússon

Kristján H. Johannessen hefur verið ráðinn fréttastjóri stafrænna áskrifta á Morgunblaðinu.

Um er að ræða nýja stöðu innan Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, sem ætlað er að auka enn við þjónustu áskrifenda Morgunblaðsins. Samhliða þessu verður ný áskriftarleið að stafrænni útgáfu Morgunblaðsins kynnt sem og bætt útlit frétta, greina og ritstjórnarefnis blaðsins sem birtist á mbl.is.

Kristján hefur starfað sem blaðamaður og vaktstjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2011. Hann er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá sama skóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert