SGS fékk sambærilegt tilboð

Starfsgreinasambandið hefur einnig fengið samningstilboð frá SA.
Starfsgreinasambandið hefur einnig fengið samningstilboð frá SA. mbl.is/​Hari

Starfsgreinasambandið (SGS) hefur fengið svipað tilboð frá Samtökum atvinnulífsins (SA) og VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness fengu á sáttafundi í fyrradag.

Þetta staðfestir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum fengið alla vega að sjá eitthvað svipað. Við erum bara að hugsa það. Við erum ekkert búin að ákveða hvenær við svörum því. Við litum meira á þetta svona sem kynningu,“ segir Björn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

SA og SGS funduðu í gær en Björn býst ekki við að neinar ákvarðanir verði teknar fyrr en aðkoma stjórnvalda kemur betur í ljós. „Við vorum að ræða málin í dag [í gær] og héldum fund í samninganefndinni. Menn voru að skoða það sem liggur á borðinu. Við bíðum svolítið eftir því hvað kemur frá stjórnvöldum. Mér skilst það komi núna eftir helgina. Við erum að velta málunum fyrir okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert