Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi

Hornstrandir voru friðlýstar árið 1975.
Hornstrandir voru friðlýstar árið 1975. Ljósmynd/Umvherfisstofnun

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum tók formlega gildi í dag. Markmið áætlunarinnar er að leggja fram stefnu um verndun og viðhalda verndargildi í sem bestri sátt.

Áætlunin var unnin af samstarfshópi landeigenda, skipulagsyfirvalda og Umhverfisstofnunar sem hefur umsjón með friðlandinu. Í stjórnunar- og verndaráætluninni eru settar sérstakar reglur um umferð manna.

Hornstrandir voru friðlýstar árið 1975. Fram kemur í frétt á vef Umhverfisstofnunar að eitt aðaleinkenni Hornstranda er hve afskekkt svæðið er og lítt mótað af umsvifum og ágangi manna. Innan svæðisins eru alþjóðlega mikilvæg fuglabjörg, einstakt gróðurfar og menningarminjar sem standa sem minnisvarðar um liðinn tíðaranda og forna búsetuhætti. Eitt af helstu einkennum er þéttleiki heimskautarefsins en Hornstrandir eru eitt mikilvægasta búsvæði refa í Evrópu.

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og …
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fagna verndunaráfanga Hornstranda fyrr í dag. Ljósmynd/Umhverfisstofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert