Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

Erlendir ferðamenn lentu í slysi við Hjörleifshöfða í fyrradag. Þrís …
Erlendir ferðamenn lentu í slysi við Hjörleifshöfða í fyrradag. Þrís slösuðust alvarlega. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa.

„Sumir þessara ökumanna hafa litla reynslu af akstri við aðstæður eins og á Íslandi. Við höfum verið í samstarfi við Vegagerðina, Slysavarnafélagið Landsbjörg og fleiri um að miðla eins miklum upplýsingum og hægt er til ökumanna,“ segir Jóhannes í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Innan raða SAF eru um 30 bílaleigur af um 150 sem hafa starfsleyfi. Yfir háannatímann 2018 taldi flotinn um 27 þúsund bílaleigubíla. Bílaleigur í SAF voru með 75-80% heildarfjöldans. Jóhannes sagði reynt að tryggja öryggi fólks eftir bestu getu. Hann taldi það heyra til undantekninga að bílaleigubílar væru leigðir út að vetri án þess að vera á negldum vetrardekkjum. „Við höfum ítrekað bent lögreglunni á að tímabilið sem má aka á negldum dekkjum sé of stutt. Það byrjar of seint fyrir bílaleigurnar. Lögreglan hefur brugðist ágætlega við þessu og sleppt því að sekta,“ sagði Jóhannes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert