Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

Innflutningur á berjum og grænmeti heldur minni en á metárinu …
Innflutningur á berjum og grænmeti heldur minni en á metárinu 2017.

„Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum.

Mikil aukning var í innflutningi á grænmeti á árinu 2017 og flutningur á ýmsum tegundum berja yfir hafið margfaldaðist. Það var rakið til opnunar verslunar Costco í Garðabæ en þar var á boðstólum mikið úrval af innfluttu grænmeti og berjum. „Þetta hafði mikil áhrif á sölu á vörum í smásölu, eins og til dæmis grænmeti,“ segir Gunnar.

Á árinu 2018 gekk þetta eitthvað til baka á ýmsum afurðum en jafnvægi virðist komið á í öðrum. Eins og fram kemur á meðfylgjandi töflu varð samdráttur í innflutningi á flestum tegundum berja, meðal annars á jarðarberjum. Örlítil aukning varð í sölu á vínberjum og trönuberjum og aðalbláberjum, að því er fram kemur í umfjöllun um grænmetismarkaðinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »