Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

Íslensk dagblöð sem skrifa á ensku krefjast þess að fá ...
Íslensk dagblöð sem skrifa á ensku krefjast þess að fá fyrirhugaða styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir enskt mál á miðluðu efni. Reykjavík Grapevine

„Þeim er ekki stætt á að mismuna fjölmiðlum með þessum hætti og hunsa þannig stóran hóp á Íslandi sem talar ekki íslensku,“ segir Valur Grettisson, ritstjóri menningartímaritsins The Reykjavík Grapevine, um það skilyrði í frumvarpi að breytingu á fjölmiðlalögum, að fjölmiðlar sem hljóti styrki verði að bjóða upp á sitt efni á íslensku.

„Þetta er vandi sem snýr að viðhorfi ríkisstjórnarinnar til innflytjenda og til fjölbreyttrar samsetningar íslensks þjóðfélags,“ segir Valur í samtali við mbl.is. The Reykjavík Grapevine gerði alvarlegar athugasemdir í umsögn við frumvarpið.

Þar segir að krafa um íslenskt mál í fjölmiðluninni sé „beinlínis til höfuðs þessa jaðarsetta hóps, innflytjenda, og þeirra sem eiga ekki íslensku að móðurmáli“.

Til stendur sem sé að veita fjölmiðlum allt að 25% endurgreiðslur á rekstrarkostnaði úr ríkissjóði og er yfirlýst markmið frumvarpsins það, að auka fjölbreytni íslenskrar fjölmiðlaflóru. Í umræðu um þessar lagabreytingar er þó iðulega minnst á málverndunarsjónarmið svonefnd, það er, látið er að því liggja að þessar breytingar hafi jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir afdrif móðurmáls Íslendinga.

Umsagnir á samræðugátt.

Iceland Review slegið út af borðinu

Auk The Reykjavík Grapevine gerir Iceland Review einnig alvarlega athugasemd við þetta skilyrði styrkjarins. Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem er í senn tímarit en einnig fréttaveita á netinu, segir í samtali við mbl.is að greina verði í sundur málverndarsjónarmið og sjónarmið um bætt, og fjölbreytt, rekstrarumhverfi fjölmiðla.

„Þessi lög eru til þess að tryggja fjölbreytta fjölmiðlun, að hún safnist ekki fyrir í fáeinum blokkum,“ segir Kjartan. Hann segir fréttaflutning Iceland Review samræmast þeirri viðleitni.

Það sé þannig aðeins eitt sem slær miðil hans út af borðinu: Tungumálið. „Að öðru leyti eru fréttirnar einvörðungu um íslensk málefni. Írónískt í þessari umræðu verður óhjákvæmilega sú staðreynd, að hlutfall erlendra frétta er mun meira á þeim miðlum sem flytja fréttir á íslensku en á hinum, hinum enskumælandi.“

Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine.
Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine. mbl.is/Eggert

„Lesendahópur Iceland Review er þá ekki bara „einhverjir túristar“,“ segir Kjartan, heldur „mjög stór hópur. Hópur, sem er hér, býr hér, vinnur hér og vill fylgjast með því sem er að gerast.“

Engin hætta á að ensk fjölmiðlun taki yfir

Bæði Valur og Kjartan segja ekkert áhyggjuefni í sjálfu sér að ensk miðlun á íslensku efni kynni að færast í vöxt ef styrkir þar til yrðu að veruleika. Sem stendur eru það nánast einungis þeirra miðlar sem ástunda þessa iðju, að flytja íslenskar fréttir á ensku.

12% íbúa á Íslandi eru innflytjendur. Aðstæður þessa fólks eru á ýmsan veg en margir í þessum hópi vilja vita hvað er að frétta á Íslandi. Til þess eru þessir miðlar mikilvægir, segja þeir. Í þessu samhengi bendir Valur einnig á, að vafasamt kunni að reynast út frá lagalegum sjónarmiðum, að mismuna íslenskum fjölmiðlum, sem fjalla um íslenska þjóðmenningu, aðeins á grundvelli tungumáls, hvað þá þegar þeir þjóna eins stórum hópi.

Fleiri málfarsráðunauta í staðinn?

Valur veltir fyrir sér hvað svona skilyrði eigi í rauninni að fyrirstilla og lætur í veðri vaka að þau séu í raun ekki nema orðin tóm. „Meginefni fjölmiðla hérlendis er og verður á íslensku. Hvernig eru það þá málverndarsjónarmið að hafna ensku, þegar engin hætta stafar af því að fjölmiðlar á ensku fari að skjóta upp kollinum eins og gorkúlur?“ spyr Valur.

„Ef það er á annað borð markmið hjá ríkisstjórn að gæta að íslensku, þá gæti það því öðru fremur falist í styrkjum til málfarsráðunauta, eða prófarkalesara, frekar en að hafna enskum fréttaflutningi,“ segir Valur. „Maður spyr sig hvort er hættulegra, menningartímarit á ensku, eða illa skrifuð frétt á Vísi?“

Valur segist loks bjartsýnn um að ríkisstjórnin taki mið af rökum þeirra, enda að hans mati varla lagaleg stoð fyrir öðru.

mbl.is

Innlent »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Rússar innan loftrýmissvæðisins

16:22 Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur bandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Meira »

Bæti stöðu sína á kostnað sveitarfélaga

16:15 Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir að þær upplýsingar sem sambandið hafi fengið frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hafi falist í því að þingsályktunartillaga þess efnis að skerða eigi fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga hafi verið fullgerð. Meira »

Rannsaka ferðir Tarrant um Ísland

16:08 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar nú ferðir hryðjuverkamannsins Brenton Harris Tarrant, sem myrti 50 í tveimur moskum í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag, um Ísland. Meira »

Bótaskylt vegna húss sem má ekki rífa

15:37 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni sem framkvæmd laga um menningarminjar ollu eiganda fasteignar á Holtsgötu í Reykjavík. Meira »

41,8% segjast styðja ríkisstjórnina

15:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkaði um eitt prósentustig milli kannana MMR og mælist nú 23,6% miðað við 22,7% í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 25,2% atkvæða í kosningum. VG bætti við sig 0,3 prósentustigum og mælist með 11,4% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar nokkru fylgi og mælist nú með 11,1%. Meira »

83% hlynnt skattalækkunum tekjulægri

14:58 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands eru 83% Íslendinga hlynnt því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt fái meiri skattalækkanir en aðrir. Meira »

Niðurstöðurnar áhyggjuefni

14:53 „Þarna er um að ræða líflátshótanir og hótanir um nauðganir og barsmíðar,“ sagði Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins IPU, um niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem kynjamismunun og kynbundið ofbeldi og áreitni gegn konum í þjóðþingum í Evrópu var kannað. Meira »

Búi sig undir að fjölga dómurum

14:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að mögulega þyrftu alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt, til þess að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Með amfetamínvökva í rauðvínsflöskum

14:10 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi. Meira »

Taldi tillöguna ekki tímabæra

14:02 „Ég taldi þessa tillögu einfaldlega ekki tímabæra,“ segir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í samtali við mbl.is spurð um bókun stjórnar Dómstólasýslunnar fyrir helgi sem síðan var send til fjölmiðla en Hervör greiddi atkvæði gegn henni. Meira »

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

14:00 Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club.“ Meira »
Starfsmaður á sauðburði
Starfsmaður óskast í sauðburð í Húnaþingi vestra, ekki verra að hann hafi einhve...
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
Hallo AFI, sumarhús í Tungunum..
Falleg sumarhús til leigu í Tungunum, ca. klst. frá Rvík. - fyrir AFA og ÖMMU. f...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...