Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

Íslensk dagblöð sem skrifa á ensku krefjast þess að fá ...
Íslensk dagblöð sem skrifa á ensku krefjast þess að fá fyrirhugaða styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir enskt mál á miðluðu efni. Reykjavík Grapevine

„Þeim er ekki stætt á að mismuna fjölmiðlum með þessum hætti og hunsa þannig stóran hóp á Íslandi sem talar ekki íslensku,“ segir Valur Grettisson, ritstjóri menningartímaritsins The Reykjavík Grapevine, um það skilyrði í frumvarpi að breytingu á fjölmiðlalögum, að fjölmiðlar sem hljóti styrki verði að bjóða upp á sitt efni á íslensku.

„Þetta er vandi sem snýr að viðhorfi ríkisstjórnarinnar til innflytjenda og til fjölbreyttrar samsetningar íslensks þjóðfélags,“ segir Valur í samtali við mbl.is. The Reykjavík Grapevine gerði alvarlegar athugasemdir í umsögn við frumvarpið.

Þar segir að krafa um íslenskt mál í fjölmiðluninni sé „beinlínis til höfuðs þessa jaðarsetta hóps, innflytjenda, og þeirra sem eiga ekki íslensku að móðurmáli“.

Til stendur sem sé að veita fjölmiðlum allt að 25% endurgreiðslur á rekstrarkostnaði úr ríkissjóði og er yfirlýst markmið frumvarpsins það, að auka fjölbreytni íslenskrar fjölmiðlaflóru. Í umræðu um þessar lagabreytingar er þó iðulega minnst á málverndunarsjónarmið svonefnd, það er, látið er að því liggja að þessar breytingar hafi jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir afdrif móðurmáls Íslendinga.

Umsagnir á samræðugátt.

Iceland Review slegið út af borðinu

Auk The Reykjavík Grapevine gerir Iceland Review einnig alvarlega athugasemd við þetta skilyrði styrkjarins. Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem er í senn tímarit en einnig fréttaveita á netinu, segir í samtali við mbl.is að greina verði í sundur málverndarsjónarmið og sjónarmið um bætt, og fjölbreytt, rekstrarumhverfi fjölmiðla.

„Þessi lög eru til þess að tryggja fjölbreytta fjölmiðlun, að hún safnist ekki fyrir í fáeinum blokkum,“ segir Kjartan. Hann segir fréttaflutning Iceland Review samræmast þeirri viðleitni.

Það sé þannig aðeins eitt sem slær miðil hans út af borðinu: Tungumálið. „Að öðru leyti eru fréttirnar einvörðungu um íslensk málefni. Írónískt í þessari umræðu verður óhjákvæmilega sú staðreynd, að hlutfall erlendra frétta er mun meira á þeim miðlum sem flytja fréttir á íslensku en á hinum, hinum enskumælandi.“

Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine.
Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavík Grapevine. mbl.is/Eggert

„Lesendahópur Iceland Review er þá ekki bara „einhverjir túristar“,“ segir Kjartan, heldur „mjög stór hópur. Hópur, sem er hér, býr hér, vinnur hér og vill fylgjast með því sem er að gerast.“

Engin hætta á að ensk fjölmiðlun taki yfir

Bæði Valur og Kjartan segja ekkert áhyggjuefni í sjálfu sér að ensk miðlun á íslensku efni kynni að færast í vöxt ef styrkir þar til yrðu að veruleika. Sem stendur eru það nánast einungis þeirra miðlar sem ástunda þessa iðju, að flytja íslenskar fréttir á ensku.

12% íbúa á Íslandi eru innflytjendur. Aðstæður þessa fólks eru á ýmsan veg en margir í þessum hópi vilja vita hvað er að frétta á Íslandi. Til þess eru þessir miðlar mikilvægir, segja þeir. Í þessu samhengi bendir Valur einnig á, að vafasamt kunni að reynast út frá lagalegum sjónarmiðum, að mismuna íslenskum fjölmiðlum, sem fjalla um íslenska þjóðmenningu, aðeins á grundvelli tungumáls, hvað þá þegar þeir þjóna eins stórum hópi.

Fleiri málfarsráðunauta í staðinn?

Valur veltir fyrir sér hvað svona skilyrði eigi í rauninni að fyrirstilla og lætur í veðri vaka að þau séu í raun ekki nema orðin tóm. „Meginefni fjölmiðla hérlendis er og verður á íslensku. Hvernig eru það þá málverndarsjónarmið að hafna ensku, þegar engin hætta stafar af því að fjölmiðlar á ensku fari að skjóta upp kollinum eins og gorkúlur?“ spyr Valur.

„Ef það er á annað borð markmið hjá ríkisstjórn að gæta að íslensku, þá gæti það því öðru fremur falist í styrkjum til málfarsráðunauta, eða prófarkalesara, frekar en að hafna enskum fréttaflutningi,“ segir Valur. „Maður spyr sig hvort er hættulegra, menningartímarit á ensku, eða illa skrifuð frétt á Vísi?“

Valur segist loks bjartsýnn um að ríkisstjórnin taki mið af rökum þeirra, enda að hans mati varla lagaleg stoð fyrir öðru.

mbl.is

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vin...