Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

Selma Björnsdóttir veit ekki hvort hún þiggi boðið að syngja …
Selma Björnsdóttir veit ekki hvort hún þiggi boðið að syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí.

Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila.

Í samtali við mbl.is staðfestir Selma að henni hafi verið boðið en kveðst ekki hafa gert upp hug sinn: hún veit ekki hvort hún ætli að þiggja boðið. Hvað sem því líður er ekki útilokað að Selma verði í Ísrael þegar keppnin fer fram, enda viðriðin atriði Friðriks Ómars Hjörleifssonar.

Selma er ísraelskum Eurovision-aðdáendum kunn, sem og annarra þjóða aðdáendum, en það var í Ísrael sem hún hafnaði í öðru sæti keppninnar árið 1999 með laginu All out of luck. Hún var svo fulltrúi Íslendinga árið 2005 með If I Had Your Love en komst það ár ekki í úrslit.

Ekki liggur fyrir hvers kyns skemmtun Selmu var boðið að koma að syngja á og eins og áður segir er enn um sinn óvitað hvort hún taki þátt í henni eður ei. Í kvöld kemur í ljós hvort atriði Friðriks Ómars, Hvað ef ég get ekki elskað, komist í úrslitakeppni sjónvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert