Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

Hrekkjusvínin sjást hér standa á Skólavörðuholtinu árið 1972.
Hrekkjusvínin sjást hér standa á Skólavörðuholtinu árið 1972. Ljósmynd/ Bókin Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1968-1972.

Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins af listaverkum móður sinnar.  „Árið 1972 var sýning á höggmyndum á Skólavörðuholtinu og þar tók móðir mín Þorbjörg Pálsdóttir þátt með verkinu Hrekkjusvín. Sýningin var send út á land, bæði á Neskaupstað og til Vestmannaeyja. Við systkinin höfum séð myndir af verkinu á báðum stöðum en í dag vitum við ekkert um verkið,“ skrifar Stefán í fyrirspurn á Facebook-síðunni Gamlar ljósmyndir.

Hann auglýsir því næst eftir upplýsingum um afdrif verksins og segir „allar upplýsingar“ vel þegnar.

Spurður hvort fyrirspurnin hafi skilað einhverju segir Stefán í samtali við mbl.is að hann hafi fengið fullt af „lækum“. „Það hafa þó engar ábendingar borist um hvar verkið kunni að vera,“ segir hann.

Verkið var, líkt og áður segir, á útisýningu á Skólavörðuholtinu 1972 og man Stefán vel eftir því. „Þetta verk var úti í garði á Sjafnargötunni í eitt eða tvö ár í kringum þetta og ég smíðaði sjálfur pallinn sem var settur undir það,“ segir hann og kveður þau systkinin öll hafa verið á kafi í að aðstoða móður sína við listsköpunina.

Spurður hvort hann sé nokkuð annað hrekkjusvínanna í verkinu, segir hann svo ekki vera. Stelpan sem verður fyrir hrekknum sé hins vegar skírskotun í annað verk sem Þorbjörg gerði um feimna stelpu sem stendur út í horni.

Stefán og Katrín systir hans eru hins vegar fyrirmyndir verksins Piltur og stúlka sem stendur við Hljómskálagarðinn og kallaði listakonan sjálf það jafnan Kötu og Stebba. Höfuðborgarbúar kannast þá eflaust margir við verk Þorbjargar, Dansleikinn, sem stendur við Perluna.

Þorbjörg Pálsdóttir myndhöggvari er hér árið 2002 við eitt verka ...
Þorbjörg Pálsdóttir myndhöggvari er hér árið 2002 við eitt verka sinna ásamt Ásmundi Ásmundssyni, öðrum félaga í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

 Ekkert spurst til Hrekkjusvínanna frá því í Eyjum

Að sögn Stefáns var átak í gangi, List um landið, um það leyti sem Hrekkjusvínin voru á útilistasýningunni á Skólavörðuholtinu. Verkið var þess vegna, síðar þetta sama ár, sent ásamt öðrum verkum til Neskaupstaðar og svo til Vestmannaeyja. „Síðan vitum við ekkert meira,“ segir hann. „Það var enginn á þeim tíma sem hafði rænu á að leita að því og því var það ekki fyrr en einhvern tímann eftir að mamma deyr árið 2009, sem við vorum að fara í gegnum þetta og þá skaut þessi spurning upp kollinum: Hvar eru hrekkjusvínin?“

Hann segir þau systkinin, sig, Katrínu, Þóru og Andrés Narfa vera forvitin um hvar verkið kunni að vera niðurkomið í dag.

„Það fer ekkert á milli mála ef þetta er einhvers staðar til, þá þarf ekkert að tékka á því hvort að mamma gerði það, því hún er einstök í heiminum,“ segir Stefán og vísar þar til þess hversu auðkennanlegar fígúrurnar í verkum móður hans séu. Hver og ein sé um 150-170 sm há. „Þannig að þetta er ekkert smáverk.“ 

Biður Stefán þá sem mögulega vita eitthvað um afdrif Hrekkjusvínanna að hafa samband við sig á netfangið stand@mi.is.

Hver vera er um 150-170 sm að hæð og verkið ...
Hver vera er um 150-170 sm að hæð og verkið því engin smásmíði. Ljósmynd/ Bókin Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1968-1972.
mbl.is

Innlent »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »

Viðbúin ef meiriháttar röskun verður

15:44 Hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga fjármálaáætlun sína til baka og hvort hún hefði búið sig undir ólíkar sviðsmyndir vegna erfiðleika WOW air var tilefni fyrirspurnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Meira »

Húsráðandinn „var sakleysið uppmálað“

15:43 Tveir innbrotsþjófar voru handteknir í Kópavogi á laugardag eftir að tilkynnt var um innbrot í nýbyggingu í bænum. Á vettvangi og í nágrenni hans var ekki á miklu að byggja og þjófarnir hvergi sjáanlegir, en þó mátti sjá einhver skóför og hjólför að auki. Það var þó nóg til þess að lögreglumenn komust á sporið. Meira »

Geta fengið flugmiða endurgreidda

15:19 Handhafar Visa- og MasterCard-greiðslukorta sem keypt hafa flugmiða hjá gjaldþrota flugfélagi geta átt endurkröfurétt. Korthafar þurfa að gera skriflega athugasemd við færslu á vefsíðu útgáfubanka kortsins, eða á vefsíðu Valitors. Meira »

Funduðu með forsætisráðherra

15:08 Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hér á landi funduðu í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu. Á fundinum var farið yfir kröfurnar sem liggja að baki verkfallinu sem eru fyrst og fremst auknar og metnaðarfyllri aðgerðir strax og aukin fjárútlát til loftslagsmála. Meira »

Fundinum slitið vegna WOW air

14:36 „Við erum búin að vera að óska eftir því að Samtök atvinnulífsins leggi fram tölur varðandi launaliðinn svo við getum fikrað okkur áfram. Það kom fram hjá SA á föstudaginn að þeir treysti sér ekki til þess á meðan þessi óvissa er uppi hjá WOW air.“ Meira »

Fái hvorki að rukka vexti né kostnað

14:23 Geri lánveitandi smáláns kröfu á lántaka um kostnað umfram lögboðið hámark ættu lög að banna honum að rukka bæði vexti og kostnað af láninu. Þetta er skoðun starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja, sem telur þetta leið til að fá smálánafyrirtæki til að fylgja íslenskum lögum. Meira »

Gat ekki skannað flugmiðann

14:00 Erlendar fréttaveitur hafa fylgst með gangi mála hjá flugfélaginu WOW Air, sem reynir nú að endurskipuleggja rekstur sinn. Flugfarþegar segja farir sínar ekki sléttar á samfélagsmiðlum. Meira »

Sér um að breyta flugskýlinu

13:52 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samið við bandaríska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher Inc., sem er með höfuðstöðvar í borginni Miami í Flórída-ríki, um að sjá um breytingar á flugskýli á varnarsvæðinu sem áður hýsti P-3 Orion kafbátaleitarvélar bandaríska sjóhersins. Meira »

Hefja rannsókn á Viking Sky

13:45 Lögreglan í Raumsdal í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn vegna hættuástands sem skapaðist þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélvana á laugardag. Hins vegar er ekki grunur um glæpsamlegt athæfi í tengslum við tilvikið, að því er fram kemur í umfjöllun norska ríkisútvarpsins NRK. Meira »

Ekki greinst nein ný mislingatilfelli

13:41 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi frá 20. mars, að því er fram kemur í frétt á vef Landlæknisembættisins. Heildarfjöldi staðfestra til­fella er sex og eitt vafa­til­felli. Enn eru þó að greinast einstaklingar með væg einkenni eftir bólusetningu. Meira »

Endurgreiðsla flugmiða ekki sjálfgefin

13:26 Fari flugfélag í gjaldþrot geta kaupendur farmiða snúið sér til greiðslukortafyrirtækisins sem tók við greiðslunni og óskað endurgreiðslu. Gangi sú leið ekki mun farmiðinn mynda kröfu í þrotabú félagsins. Meira »

Greiðslumiðlun komin í eðlilegt horf

13:24 Búið er að laga bilun í kerfum Reiknistofu bankanna, sem greint var frá fyrir hádegi, og á greiðslumiðlun að vera komin í eðlilegt horf. Áfram verður fylgst grannt með gangi mála. Meira »

Glæpagengi rændi starfsmann RÚV

12:55 Óprúttnir náungar réðust að Vilhjálmi Siggeirssyni, myndatökumanni RÚV, við Stade de France í gærkvöld þar sem hann var að störfum vegna landsleiks Frakklands og Íslands sem fram fer í kvöld. Meira »

Réttlætir ekki skattfé í áhætturekstur

12:10 „Ég hef haft miklar áhyggjur af þessu lengi, svo ég get ekki sagt að ég hafi auknar áhyggjur í sjálfu sér,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við mbl.is um óvissustöðuna í tengslum við WOW Air. Meira »

Mörgum spurningum enn ósvarað

11:50 „Í fyrsta lagi talar ráðherrann um það að það þurfi þessa fjárheimild til þess að greiða rétt fram í tímann og síðan til þess að leiðrétta aftur í tímann, en fjármálaráðherra hefur sagt í ræðustól Alþingis að þetta stoppi ekki á fjárheimildum,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar. Meira »

Bilun hjá Reiknistofu bankanna

11:49 Bilun kom upp í morgun í kerfum hjá Reiknistofu bankanna sem gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er engu að síður rétt. Meira »

„Smálán er ekkert smá lán“

11:16 27,3% þeirra sem leituðu aðstoðar hjá embætti umboðsmanns skuldara í fyrra voru á aldrinum 18-29 ára. Árið 2012 var hlutfallið 5%. „Það eru viðvörunarljós farin að blikka og við erum kannski bara að sjá toppinn á ísjakanum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Meira »

Ekkert amaði að fólkinu

10:58 Björgunarsveitarfólk kom að jeppafólki, sem var í vandræðum við Langjökul, á áttunda tímanum í morgun eftir um sex tíma ferðalag. Ekkert amar að fólkinu en svo virðist sem bíll eða bílar hafi bilað eða þeir fest sig. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...