Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

Svona verður staðan á miðnætti.
Svona verður staðan á miðnætti. Kort/mbl.is

Spár gera ráð fyrri norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur.

Frá þessu er greint á vefsíðu Vegagerðarinnar en þjónustutíma lýkur klukkan 22:00 í kvöld. Eftir það getur víða orðið blint vegna skafrennings og skaflar myndast fljótt á vegum.

Snarpar hviður verða undir Eyjafjöllum og í Öræfum frá um klukkan 21:00 og fram á nótt.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert