Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

Eitt sinn skal hver deyja.
Eitt sinn skal hver deyja. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks.

Þórólfur hefur kynnt sér útfararsiði og sagði frá í erindi sem hann flutti í Snorrastofu í Reykholti fyrr í vikunni. Þar lagði hann áherslu á húskveðjuna sem var almennur hluti af útförum fram yfir miðja síðustu öld. Þórólfur telur að húskveðjan hafi orðið almenn vegna þess að vantað hafi vettvang fyrir persónulega kveðju. Hann fjallaði einnig um kostnað við jarðarfarir.

Samkvæmt tölum frá árinu 2017 voru um 12% útfara gerð í kyrrþey. Kostnaður við slíka athöfn er um 400 þúsund. Þórólfur gefur sér að kostnaður við það sem hann kallar „venjulega“ útför sé um 1.100 þúsund en tekur fram að fólk standi að þessu með ýmsum hætti og kostnaðurinn fari eftir því. Miðað við þetta og að um 2.300 útfarir séu á Íslandi á ári er veltan ríflega 2,3 milljarðar króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórólfur ljóst að margir hafi vinnu og framfæri af þessari starfsemi og hagsmuni af því að hvergi sé dregið úr kostnaði. Nefna má útfararþjónustur, legsteinaverkstæði, veitingastaði og blómabúðir. Einnig segir hann að tónlistarfólk og söngfólk hafi tekjur af tónlistarflutningi við útfarir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert