Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi …
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra þættinum Þingvellir.

Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata. Þá verður einnig komið inn á utanríkismálin og horft til Venesúela og rætt um sósialisma og komu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands.

Í seinni hluta þáttarins munu svo þau Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri á Fréttablaðinu, Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á mbl.is, ræða um fjölmiðlafrumvarpið sem var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Hægt er að hlusta á þáttinn í beinni útsendingu á K100 og á vefnum, en hann hefst klukkan 10:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert