Hætta á óafturkræfum inngripum

Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands.
Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. 

Í frumvarpinu er lagt til að staðfestur verði með lögum réttur einstaklings til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta þar um skilyrðum líkt og núgildandi lög gera skylt. Frumvarpið miðar þannig að því að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt hvers einstaklings þar sem eigin skilningur á kynvitund er lagður til grundvallar ákvarðanatöku varðandi opinbera skráningu, enda séu aðrir ekki betur til þess bærir. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. 

Er þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þar sem segir að ríkisstjórnin vilji koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex fólks. Í þeim lögum skyldi kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.

Áætlað er að 1,7% mannkyns fæðist með ódæmigerð kyneinkenni sem þýðir að breytileikinn er jafn algengur og rautt hár. Amnesty International segir að læknisfræðileg inngrip sem eru ónauðsynleg séu brot á mannréttindum fólks. Undir þetta tekur Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland.

„Þetta frumvarp er eingöngu fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar. Á meðan nefndin er að störfum er enn þá hætt við því að börn á Íslandi verði látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum og engar skrár verða haldnar yfir fjölda slíkra inngripa á meðan sú vinna stendur yfir.

Þar sem engin tímatakmörk eru sett er mögulegt að þessi nefnd verði að störfum um ókomin ár. Hins vegar er frábært að sjá að ríkisstjórnin er virkilega að taka stór skref í átt að því að tryggja það að ísland standi fremst allra landa þegar kemur að málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni. Við vonum að með störfum nefndarinnar verði öll tilmæli Evrópuráðsins um réttindi intersex fólks uppfyllt og að þau réttindi verði tryggð sem allra fyrst,“ segir Kitty.

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty Ísland, og Kitty Anderson, formaður Intersex ...
Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty Ísland, og Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Amnesty International vann rannsókn á Íslandi í sumar um stöðu intersex fólks innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Laura Carter, rannsakandi og sérfræðingur í hinsegin málefnum hjá aðalstöðvum Amnesty International vann skýrsluna hér á landi en hún er einnig höfundur skýrslunnar „FirstDo No Harm“ um stöðu intersex fólks í heilbrigðiskerfum Danmerkur og Þýskalands.

Amnesty International mótaði sér stefnu um málefni intersex fólks árið 2013 og árið 2017 gáfu samtökin út skýrslunaFirst Do No Harm.

Í skýrslunni er vitnað í fjölda einstaklinga sem samtökin tóku viðtöl við, bæði intersex einstaklinga sem hafa reynt heilbrigðiskerfið í fyrrnefndum löndum og lækna sem tjáðu sig (sumir ónafngreindir) um þau inngrip sem börn með ódæmigerð kyneinkenni sæta í þeim tilgangi að laga þau að stöðluðum hugmyndum um kyngervi.

Intersex fólk fæðist með líffræðileg kyneinkenni sem falla ekki að samfélagslegum staðalmyndum eða læknisfræðilegum skilgreiningum á því hvað geri manneskju karlkyns eða kvenkyns. Stundum uppgötvast að einstaklingur sé intersex við fæðingu; stundum verður það ekki ljóst fyrr en síðar á lífsleiðinni, gjarnan í kringum kynþroskaaldur. Eða eins og Kitty segir þá er ekkert víst að fólk komist nokkurn tíma að því.

Þrátt fyrir mikinn fjölbreytileika er flest intersex fólk líkamlega heilbrigt. Fáar intersex manneskjur greinast með einkenni sem stefna heilsu þeirra í hættu. Engu að síður hefur það að vera intersex löngum verið meðhöndlað fyrst og fremst sem læknisfræðilegt vandamál.

Þú getur verið með þrefaldan X-litning án þess að vita af því

Ráðandi viðhorf innan læknisfræðinnar er að mögulegt og nauðsynlegt sé að aðlaga líkama intersex barna dæmigerðum kyneinkennum karla og kvenna, oft með skurðaðgerðum eða hormónameðferð; og að börn skuli alin upp með kyngervi sem samsvarar líffræðilega kyninu sem líkama þeirra sé úthlutað.

„Fólk getur verið með þrefaldan X-litning án þess að gera sér grein fyrir því. Enda ekki verið að framkvæma litningapróf á fólki nema ástæða þyki til. Þú getur því farið í gegnum allt lífið án þess að gera sér grein fyrir því,“ segir Kitty.

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er lagt til að kveðið verði á um um rétt einstaklinga til þess að skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi.

AFP

Í frumvarpinu er staðfestur réttur einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð eða uppfylla kröfur um atferlisþjálfun líkt og núverandi lög kveða á um. Miðað er að því að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins þar sem eigin skilningur á kynvitund er lagður til grundvallar ákvarðanatöku varðandi opinbera skráningu. Með frumvarpinu er því komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðlað að réttarbótum trans og intersex einstaklinga með því að heimila einstaklingum að skilgreina kyn sitt á eigin forsendum og ráða skráningu þess, enda séu aðrir ekki betur til þess bærir.

Lagt er til að lögin taki þegar gildi en að aðilar sem skrásetji kyn skuli hafa sex mánaða frest frá gildistöku laganna til að aðlaga skráningarform, eyðublöð, skilríki og þess háttar.

Jafnframt er lagt til að lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvandanr. 57/2012, falli úr gildi.

Lagt er til að sérhver einstaklingur sem náð hefur 15 ára aldri hafi rétt til að fá breytt skráningu á kyni sínu í þjóðskrá og barn yngra en 15 ára geti með fulltingi forsjáraðila sinna fengið breytt opinberri skráningu kyns síns. Samkvæmt frumvarpinu mun Þjóðskrá Íslands annast breytingu á skráðu kyni og gert er ráð fyrir að breytingin verði ekki háð neinum skilyrðum. Óheimilt verði að gera læknisfræðilegar meðferðir að skilyrði fyrir slíkri breytingu (t.d. skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð, svo sem geðlæknismeðferð eða sálfræðimeðferð). Þetta fyrirkomulag felur í sér grundvallarbreytingu frá gildandi lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvandanr. 57/2012.

Samhliða breytingu á skráðu kyni öðlast einstaklingurinn sem breytinguna gerir rétt til að breyta nafni sínu. Um nafnbreytingu fer samkvæmt ákvæðum laga um mannanöfn nr. 45/1996. Þá á fólk rétt á því að skilríki þess endurspegli kyn þess eins og það er skráð í þjóðskrá. Jafnframt er kveðið á um rétt einstaklings sem hefur fengið breytt skráningu kyns síns í þjóðskrá til þess að fá endurútgefin gögn sem varða menntun og starfsferil, svo sem prófskírteini og þess háttar, þannig að þau samræmist breytingunni. Skylda til að láta slík gögn í té hvílir jafnt á opinberum aðilum sem einkaaðilum.

Breyting á skráningu kyns samkvæmt frumvarpinu og samhliða nafnbreyting skal einungis heimiluð einu sinni nema sérstaklega standi á. Einstaklingur sem hefur fengið breytt opinberri skráningu kyns síns nýtur allra þeirra réttinda að lögum sem skráð kyn ber með sér.

Bannað að gera breytingar án skriflegs samþykkis

Frumvarpið gengur jafnframt út frá því að þeir einstaklingar sem frumvarpið tekur til eigi greiðan aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa á að halda og að óheimilt verði að gera varanlegar breytingar á kynfærum, kynkirtlum eða öðrum kyneinkennum einstaklings 16 ára eða eldri án skriflegs samþykkis. Á Landspítala skal starfa teymi sérfræðinga um kynósamræmi og lagt er til að óformlegt teymi sem starfað hefur á BUGL og hefur veitt börnum sem upplifa kynósamræmi nauðsynlega aðstoð undanfarin ár verði lögfest og skipun þess tryggð.

Mikilvægt er að sérstakt tillit verði tekið til réttinda barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Lagt er því til í bráðabirgðaákvæði frumvarps þessa að ráðherra skipi starfshóp sem hafi það hlutverk að semja frumvarp til laga um breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði, verði frumvarp þetta að lögum, þar sem mælt verði fyrir um meginsjónarmið og reglur sem gilda skuli um breytingar á kyneinkennum barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, segir í drögum ríkisstjórnarinnar sem eru inni í samráðsgáttinni. 

Gildandi lög gera það ekki að skilyrði fyrir breytingu á kynskráningu að viðkomandi hafi gengist undir ófrjósemisaðgerð. Sá möguleiki er því fyrir hendi að karlmaður gangi með og ali barn og að kona geti barn. Þetta er í sjálfu sér ekki ný staða en möguleikinn gæti orðið enn raunhæfari verði frumvarp þetta að lögum enda er í því gerður skýr greinarmunur á breytingu á kynskráningu í samræmi við kynvitund einstaklings annars vegar og breytingu á kyneinkennum hins vegar sem viðkomandi kann – eða kann ekki – að óska eftir. Enn hafa ekki verið gerðar breytingar á íslenskum lögum til að samræma þau þessum veruleika en brýnt er að gera það til að tryggja réttindi einstaklinga í þessari stöðu. Með þetta í huga er lagt til að ráðherra setji á fót starfshóp sem hafi það verkefni að fjalla um og gera tillögur um breytingar á öðrum lögum til að tryggja réttindi trans fólks, ekki síst varðandi barneignir og foreldrastöðu, segir enn fremur í samráðsgáttinni. 

Kittý fagnar þessu og segir nær að taka á félagslegum þáttum á annan hátt en með því að gera aðgerðir á ungum börnum. Eftir að hafa unnið í þessum málaflokki í nokkur ár þá hafi hún kynnst fólki sem ekki vissi fyrr en um fertugt að það hafi farið í slíkar aðgerðir. Til að mynda konur sem var tjáð í barnæsku að þær hefðu fengið krabbamein og því hafi leg þeirra og eggjastokkar verið fjarlægð. Þetta sé skýringin á því hvers vegna þær séu í hormónameðferð, meðferð sem kannski veldur ítrekuðum eftirköstum, s.s. endurteknum breytingaskeiðum og beinþynningu.

Aðgerðir byggja á eldri viðhorfum

„Þessar aðgerðir byggja á eldri viðhorfum um að ódæmigerð kyneinkenni valdi félagslegum erfiðleikum síðar á lífsleiðinni. Einstaklingar eiga eiga rétt á að vera virkir þátttakendur í ákvarðanatöku sem lýtur að þeirra eigin lífi. Miklu nær væri að breyta samfélaginu á þann veg að hætt verði að þvinga alla til að berhátta í opnum búningsklefum í íþróttum og sundi. 

Eðlilega ætti að vera hægt að taka tillit til slíkra hluta og á að vera hluti af fjölbreytileikanum, að það sé þitt val að hátta í klefa og mun minna inngrip að útbúa aðstöðu þannig á sund- og íþróttastöðum en að börn séu látin gangast undir aðgerðir til þess að vera eins og allir hinir,“ segir Kitty.

mbl.is

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...