Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Hellisheiði er lokuð vegna ófærðar.
Hellisheiði er lokuð vegna ófærðar. mbl.is/Styrmir Kári

Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi.

Þæfingsfærð og skafrenningur er frá Selfossi og Þjórsá austur eftir, en verið er að athuga með ástand á vegum austan við Vík.

Á Vesturlandi er lokað um Fróðárheiði og Vatnaleið. Þæfingsfærð er í Kolgrafafirði og þungfært í Búlandshöfða.

Á Vestfjörðum er ófært um Klettsháls og beðið er með mokstur. Þungfært er á Hálfdáni og þæfingur á Mikladal. Þungfært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og ófært á Þröskuldum. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi.

Enn á eftir að athuga með ástand á vegum víða á Norðausturlandi og Austurlandi, en þar er víða hálka, stórhríð eða snjóþekja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert