Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

Fulltrúar SGS og SA á fundi í síðasta mánuði.
Fulltrúar SGS og SA á fundi í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til.

Í samninganefndinni eru formenn allra 16 félaga sem hafa veitt SGS umboð til viðræðna. Í viðræðuhópnum eru hins vegar 6 formenn úr þeim hópi.

Þá er greint frá því að viðræðunefndin hafi verið boðuð til fundar síðdegis á morgun, en að væntingar séu um að fram komi hugmyndir eða tillögur í framhaldi af viðræðum forystu ASÍ og stjórnvalda á morgun.

Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, segir í samtali við mbl.is að gefið hafi verið út að upplýsingar muni koma frá ríkisstjórninni á morgun og að viðræðuhópurinn muni í kjölfarið funda klukkan 15:00 og ákveða næstu skref. Flosi segist búast við að með hugmyndum ríkisstjórnarinnar muni eitthvað leggjast inn í sarpinn í kjaraviðræðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert