Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Mímir Bjarki Pálmason og Kolbrún María Másdóttir leika aðalhlutverkin í …
Mímir Bjarki Pálmason og Kolbrún María Másdóttir leika aðalhlutverkin í Xanadú. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum.

Hefð er fyrir því að settir séu upp söngleikir eða sýningar í skólanum í tengslum við árlegt nemendamót og jafnan mjög vandað til verka. Engin undantekning er á því í ár og söngleikurinn hefur mælst vel fyrir, bæði á frumsýningu og á nemendamótinu sjálfu. Fimm almennar sýningar eru fyrirhugaðar í Háskólabíói á næstunni. Sú næsta er á miðvikudag klukkan 20 og fer miðasala fram á Miði.is.

„Við vissum ekki hvernig fólk myndi taka sýningunni, enda þekkja krakkar á mínum aldri ekki þessi lög. Ég hef hins vegar tekið eftir því að fólk milli fertugs og fimmtugs kannast við þetta,“ segir Mímir.

Sjá samtala við Mími í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert