Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

„Ég myndi styðja hugmyndir að þessu leytinu,“ segir Willum.
„Ég myndi styðja hugmyndir að þessu leytinu,“ segir Willum. mbl.is/​Hari

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir.

„Maður þyrfti að sjá útfærsluna, en í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 veltir ríkisstjórnin upp hugmyndum, t.d. um að skoða samspil skattkerfisbreytinga og bótakerfisins og 14 milljarðar eru settir fram í þeim efnum,“ segir Willum í samtali við mbl.is.

„Ég myndi styðja hugmyndir að þessu leytinu.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist klárlega myndu styðja breytingar á skattkerfinu, en að ekki væri hægt að segja til um nánari útfærslu þess að svo stöddu.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. mbl.is/Hari

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki taka beina afstöðu til tiltekinna skattatillagna. „Ég held það verði að nást niðurstaða í samtal stjórnvalda og vinnumarkaðarins um breytingar.“

„Ég mun þá styðja það samkomulag, verði það hluti af lausn á kjarasamningsviðræðum og tryggi áfram jöfnuð.“

mbl.is