Fjórðungur stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd

Tæplega 50% stúlkna í 10. bekk hafa verið beðnar um ...
Tæplega 50% stúlkna í 10. bekk hafa verið beðnar um að senda einhverjum ögrandi mynd eða nektarmynd.

Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðinn um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Hjá báðum kynjum hækkar hlutfallið mikið frá 8. bekk, þar sem 23% stúlkna hafa fengið slíka beiðni og 12% drengja. Þá hafa stúlkur oft verið beittar þrýstingi til að senda slíkar myndir og jafnvel verið hótað.

27% stúlkna og 21% drengja í 10. bekk sent ögrandi mynd

27% stúlkna í 10. bekk hafa sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið á meðan 21% drengja á sama ári hafa gert það. Fyrir stúlkur er hlutfallið 20% í 9. bekk og 7% í 8. bekk, en hjá drengjum er það 13% í 9. bekk og 6% í 8. bekk.

Þetta er niðurstaða könnunarinnar ungt fólk 2018, sem framkvæmd var af Rannsóknum og greiningu síðasta vor. Rannveig Sigurvinsdóttir lektor við sálfræðisvið HR kynnti niðurstöðurnar á fundi í HR í dag, en hún og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent við sömu deild, hafa unnið upp úr gögnum könnunarinnar.

Þetta var í fyrsta skiptið sem spurt var um myndsendingar sem þessar og því ekki hægt að sjá þróun síðustu ára.

Stúlkur segjast beittar þrýstingi að senda myndir

Fimmtungur stúlkna í 10. bekk sem hafa sent af sér myndir sem þessar segist hafa verið beittur þrýstingi, en í tilfelli drengja var hlutfallið 4%. Aftur er um línulega fjölgun að ræða í tilfelli stúlknanna, en 7% þeirra sem höfðu sent myndir í 8. bekk sögðust hafa verið beittar þrýstingi og 17% í 9. bekk. Hjá drengjunum var hlutfallið hins vegar lágt, 2% í bæði 8. og 9. bekk.

Hins vegar höfðu 35% stúlkna í 10. bekk sem höfðu sent slíkar myndir gert það af því að þær vildu það sjálfar. Í 9. bekk var hlutfallið 25% og í 8. bekk 10%. Hjá drengjum í 10. bekk höfðu 27% þeirra sem höfðu sent myndir gert það því þeir vildu það sjálfir, en hlutfallið var 17% í 9. bekk og 8% í 8. bekk.

Bryndís segir í samtali við mbl.is að með könnuninni hafi fengist þverskurður af öllum nemendum í 8.-10. bekk, en svarhlutfallið var á bilinu 80-90%. Í könnuninni er skoðuð hegðun á netinu, notkun tölvuleikja og ýmislegt annað. Þá hefur undanfarin ár verið spurt út í ofbeldi og kynferðisofbeldi í lífi grunnskólanema og var í fyrra bætt við spurningum um nektarmyndir.

„Verulegur hluti nemenda

„Við sjáum að það er aukning í þessu eftir aldri,“ segir Bryndís og vísar til þess að líklegra sé að eldri unglingarnir sendi slíkar myndir og séu beðnir um að senda þær. „Í 10. bekk er verulegur hluti nemenda sem hefur sent eða verið beðinn um að senda svona myndir,“ segir hún.

Þá segir hún mun á kynjunum koma sterklega í ljós. „Það er mikill kynjamunur. Stúlkur upplifa þrýstinginn miklu meira en strákar,“ segir Bryndís.

Algeng hegðun en ekki til umræðu

„Þetta er hegðun sem er mjög algeng, en ekki mikið til umræðu hjá foreldrum,“ segir hún og bætir við að samtal milli unglinga og foreldra um hvað slíkar myndsendingar fela í sér þurfi að aukast. Bendir hún á að oft séu mál sem þessi illa afturkræf og myndirnar séu jafnvel til áfram þótt þær eigi að eyðast. „Það er vont ef þau eru að upplifa þrýsting. Það er mikilvægt að ræða við unga fólkið þannig að það fái stuðning til að standa með sér,“ segir hún um þann þrýsting sem virðist vera um myndsendingar.

Spurð hvort lesa megi meira í niðurstöðurnar segir Bryndís að tengsl séu milli áfengisneyslu og að líða ekki vel og að senda ögrandi eða kynferðislegar myndir. Segir hún tengslin til staðar þótt þau séu ekki rosalega sterk. Þá sé þessi hópur mögulega í annarri áhættu líka. Bryndís segir mikilvægt að nota niðurstöður sem þessar til þess að skilja þennan hóp betur og skoða hvað hægt sé að gera til að aðstoða hann.

mbl.is

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

Í gær, 23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

Í gær, 22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

Í gær, 21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

Í gær, 21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

Í gær, 21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

Í gær, 21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

Í gær, 20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

Í gær, 20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

Í gær, 18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

Í gær, 18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

Í gær, 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

Í gær, 17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

Í gær, 17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

Í gær, 16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

Í gær, 16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

Í gær, 16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

Í gær, 15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

Í gær, 15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

Í gær, 15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »