Geri ratsjármælingar á farleiðum fugla

Hross og vindmylla í Þykkvabæ.
Hross og vindmylla í Þykkvabæ. mbl.is/RAX

Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir.

Skipulagsstofnun gerði það að skilyrði við afgreiðslu á matsáætlun fyrir framkvæmdina. Biokraft telur þessa kröfu óhóflega og ekki í samræmi við kröfur í nágrannalöndunum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála staðfesti ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Biokraft hyggst koma upp vindorkugarði við Austurbæjarmýri, um 2,3 km norðan við Þykkvabæ. Þar er áætlað að reisa 13 vindmyllur á 92 metra háum möstrum. Hæsti punktur spaða í efstu stöðu yrði tæpir 150 metrar.

Á þessu svæði er gróskumikið fuglalíf og telur Náttúrufræðistofnun Íslands að það sé í einni af meginfarleiðum farfugla til og frá landinu vor og haust og margir fuglar dvelji á svæðinu á öllum árstímum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert