31 sótti um embætti skrifstofustjóra

Ljósmynd/Félagsmálaráðuneytið

Alls barst 31 umsókn um embætti skrifstofustjóra á þremur skrifstofum félagsmálaráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar.

Um er að ræða skrifstofu barna- og fjölskyldumála, skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála auk skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar.

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra, að því er segir í tilkynningu. Nefndin starfar samkvæmt reglum nr. 393/2012, um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Umsækjendur er eftirtaldir:

Arna Þórdís Árnadóttir fulltrúi

Ágúst Þór Sigurðsson, settur skrifstofustjóri

Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri

Ásthildur Knútsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra

Berglind Sigurðardóttir skipulagsfræðingur

Bjarnheiður Gautadóttir, settur skrifstofustjóri

Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri

Erna Kristín Blöndal verkefnastjóri

Eyþór Benediktsson sérfræðingur

Gerður Ríkharðsdóttir rekstrarráðgjafi

Gunnhildur Gunnarsdóttir lögfræðingur

Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi

Haukur Eggertsson iðnaðarverkfræðingur

Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir árangursstjóri

Ingvar Sverrisson lögfræðingur

Jónína Margrét Sigurðardóttir, uppeldis- og meðferðarfulltrúi

Kristian Guttesen doktorsnemi

Kristín Jónsdóttir félagsráðgjafi

Lísa Margrét Sigurðardóttir lögfræðingur

María Rúnarsdóttir félagsráðgjafi

Pétur T. Gunnarsson verkefnastjóri

Ragna María Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur

Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri

Sigurrós Ásgerður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri

Skúli Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóri

Steinunn Jóhanna Bergmann sérfræðingur

Sunna Arnardóttir sérfræðingur

Tómas Kristjánsson framkvæmdastjóri

Veturliði Þór Stefánsson lögfræðingur

Vilhjálmur Bergs, lögfræði- og fjármögnunarráðgjafi

Þórunn Oddný Steinsdóttir lögfræðingur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert