Afhjúpar mannlegt eðli

„Þetta eru sögur af konum sem höfðu mjög lítil réttindi ...
„Þetta eru sögur af konum sem höfðu mjög lítil réttindi miðað við nútímakonuna. Í bókum sínum hefur Austen mestan áhuga á þeim tíma í ævi konunnar þar sem hún var hvað valdamest og gat tekið mikilvægar ákvarðanir um líf sitt, það er þegar hún hafði vald til að hafna eða játast karlmanni,“ segir Alda Björk Valdimarsdóttir og bendir á að í því ljósi megi hiklaust skilgreina Jane Austen sem femínista. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jane Austen á meðal kvenna er yfirskrift fyrirlesturs sem Alda Björk Valdimarsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur í Veröld í dag kl. 16.30. Þar ræðir hún um nýútkomna bók sína Jane Austen og ferð lesandans – Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans, en verk Austen hafa aldrei verið vinsælli en nú á tímum.

Bókin byggist að stórum hluta á doktorsrannsókn Öldu um Austen, en hún lauk doktorsnámi frá Háskóla Íslands 2014. Í bókinni beinir Alda sjónum sínum að því hvernig ímynd Austen lifir áfram innan þriggja bókmenntagreina sem löngum hafa verið tengdar konum og njóta gríðarlegrar hylli, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum. Hún fjallar um þessar þrjár bókmenntagreinar og hvernig hver um sig tekur upp afmarkaða þætti úr verkum skáldkonunnar um leið og þær einfalda og skýra ímynd hennar.

„Í fyrirlestrinum mun ég beina sjónum mínum sérstaklega að sjálfshjálparmenningunni og hlutverki Austen sem leiðbeinanda, aðallega í lífi kvenna. Í sjálfshjálparbókunum sem ég rannsakaði er horft til Austen um ráðleggingar í samskiptum kynjanna og leitinni að ástinni,“ segir Alda og bendir á að sjónarmið höfunda hafi verið að bækur Austen væru hentugar fyrir nútímakonuna þrátt fyrir að vera skrifaðar fyrir 200 árum. „Enda eru sjálfshjálparbækur í eðli sínu oft íhaldssamar þegar kemur að samskiptum kynjanna,“ segir Alda og tekur fram að hún skoði líka sjálfshjálparbækur þar sem lífssýn Austen auðveldar einstaklingum að öðlast sjálfsþekkingu.

„Leitin að sjálfsþekkingu og ástinni fer reyndar oft saman. Þetta eru bækur þar sem Austen er lesin sem viskubrunnur hjá fólki sem á í erfiðleikum í lífi sínu. Þetta eru sjálfsævisögur og skáldsögur sem miðla leit að tilgangi, ekki síður en ferðasögur þar sem farið er á slóðir Austen eða á tökustaði kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða svo að hægt sé að komast í nánari tengsl við skáldkonuna Jane Austen með því t.d. að fara í sömu göngutúra og hún eða snerta borðið sem hún skrifaði við,“ segir Alda og bendir á að í slíkum bókum er lesandinn að styrkja tengslin við sjálfan sig og fræðast um leið.

Tilfinningaleg sjálfsstjórn

Að mati Öldu er sú heimspeki sem í bókum Austen býr að mörgu leyti andstæð nútímahugsunarhætti. „Austen leggur áherslu á mikilvægi þess að stýra tilfinningum sínum meðan samtíminn hampar hvatvísi. Út frá sjálfshjálparkúltúrnum boðar samtíminn skyndilausnir en ekki tilfinningalega sjálfsstjórn sem Austen boðar í sögunum sínum þar sem skynsemi og ást fara saman í makavalinu. Þannig að þó ástin sé mikilvæg þá þarf skynsemin og rökhugsunin að fylgja með líka,“ segir Alda og bendir á að Austen afhjúpi mannlegt eðli í bókum sínum.

„Makarnir sem konurnar velja eiga það sameiginlegt að vera heiðarlegir og ábyrgir. Austen leggur áherslu á hluti sem farið hafa halloka í samtímanum, eins og hollustu, ábyrgð og skyldur. Við erum svo mikið í skyndilausnum og tilfinningalegri dramatík. Það hvernig hún afhjúpar mannlegt eðli getur líka hjálpað okkur betur að skilja manneskjuna. Sem höfundur tekst hún á við hræsni, óheiðarleika, siðblindu og heimsku, oft með hliðsjón af samskiptum kynjanna,“ segir Alda og bendir á að forvitnilegt sé að skoða hvers vegna nútímafólk sæki jafnmikið í bækur Austen og raun ber vitni.

Ólíkar myndir af skáldkonunni Jane Austen. Í efri röð eru ...
Ólíkar myndir af skáldkonunni Jane Austen. Í efri röð eru tvær myndir Cassöndru Austen af systur sinni, skissan til vinstri er frá um 1840 og vatnslitamyndin frá 1804. Í neðri röð er til vinstri skurðarrista af Jane Austen eftir Everet A. Duyckink frá 1873 og andlitsmynd frá 1870.

Femínistinn Austen

„Þetta eru sögur af konum sem höfðu mjög lítil réttindi miðað við nútímakonuna. Í bókum sínum hefur Austen mestan áhuga á þeim tíma í ævi konunnar þar sem hún var hvað valdamest og gat tekið mikilvægar ákvarðanir um líf sitt, það er þegar hún hafði vald til að hafna eða játast karlmanni,“ segir Alda og bendir á að í því ljósi megi hiklaust skilgreina Austen sem femínista.

„Auðvitað er hún lituð af því að hún tilheyrir allt öðrum heimi en okkar. Hún tilheyrir veruleika þar sem konur hafa ekki sömu réttindi og konur á Vesturlöndum í dag. En í bókum sínum beinir hún athyglinni að lífi, reynslu og hugsunarhætti kvenna. Henni tekst að búa til miklar bókmenntir úr kvennareynslu sem af karlveldinu er talin léttvæg, hversdagsleg og merkingarlaus.“

Spurð hvort hún telji að Austen hafi getað látið sig dreyma um að verða sá áhrifavaldur sem hún er enn í dag 200 árum eftir andlát sitt svarar Alda því neitandi.

„Það er ekki fræðilegur möguleiki á því að hana hafi grunað að hún yrði jafnmikið lesin og rýnd. Hún var augljóslega metnaðarfullur rithöfundur, en heimildum ber saman um að hún hafi ekki verið upptekin af frægð og frama. Bækur hennar voru orðnar nokkuð vinsælar áður en hún dó, en það vissu fáir hver hún var þar sem hún skrifaði ekki undir nafni,“ segir Alda og rifjar upp að það hafi á tímum Austen ekki þótt eftirsóknarvert fyrir konur að vera rithöfundar.

„Í ljósi þess að Austen tilheyrði ekki höfundaklíku eða vel skilgreindi bókmenntakreðsu og var ekki að skrifa fyrir ákveðinn lesendahóp þá virðist hún hafa fengið pláss til að þroskast sem höfundur á sínum forsendum. Að þessu leyti hefur hún verið frjáls og gat sagt þær sögur sem hana langaði að segja.

Mögulega hafði þetta frelsi aftur áhrif á það hversu hratt hún þroskaðist sem höfundur,“ segir Alda og bendir á að Austen hafi verið ótrúlega afkastasöm miðað við að hún lést aðeins 41 árs og skrifaði lítið sem ekkert þau ár þegar hún bjó í Bath og síðar þegar hún átti sér ekki fastan samastað, allt fram til 1809.

Lagði mikla vinnu í útlitið

Jane Austen og ferð lesandans var valin fræðirit ársins í úttekt Árna Matthíassonar fyrir Morgunblaðið um síðustu áramót. Í seinasta mánuði var bókin jafnframt ein tíu bóka sem tilnefndar eru til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Í umsögn dómnefndar um bókina segir: „Ítarleg og áhugaverð rannsókn á ímynd Jane Austen í samtímanum og áhrifum hennar á kvennamenningu, einkum ástarsögur, skvísusögur og sjálfshjálparbækur.“ Spurð hvaða þýðingu tilnefningin hafi segist Alda gleðjast fyrir hönd bókarinnar. „Hún er farin sína leið en ég vona að sem flestir geti notið hennar,“ segir Alda og tekur fram að hún hafi hugsað bókina sem grip sem höfðað gæti til breiðari hóps en rúmast innan akademíska samfélagsins, en sem fyrr segir byggist bókin á doktorsrannsókn Öldu.

„Þegar kom að útgáfunni valdi ég að einfalda ákveðna hluti, stytta og þjappa til að gera bókina aðgengilegri, enda á sumt af því efni sem á heima í doktorsritgerð ekki heima í fræðibók fyrir almennan lesanda. Ég hugsaði mikið um bókina sem prentgrip og lagði því mikla vinnu í útlit hennar og myndvinnslu. Ég vildi að þetta væri bók sem gaman væri að fletta og fannst því mikilvægt að hafa myndirnar í lit. Einnig langaði mig til að kynna Austen-iðnaðinn sem er auðveldara með ljósmyndum og myndatextum,“ segir Alda og bendir á að eðli málsins samkvæmt fjalli bók hennar að stórum hluta um dægurmenningu, ekki síður íslenska en erlenda þar sem flestir þekkja vel þennan heim.

Viðtalið við Öldu birtist fyrst í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...