Dill missti Michelin- stjörnuna

Veitingahúsið Dill.
Veitingahúsið Dill. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veitingastaðurinn Dill Restaurant, sem var eini veitingastaður landsins með hina eftirsóttu Michelin-stjörnu, hefur nú misst krúnuna.

„Frá því við fengum stjörnuna höfum við verið afskaplega stolt. Frábær tími, ótrúlega gaman og lærdómsríkt allt saman. Við höfum alltaf lagt afskaplega mikið á okkur og lagt allan okkar metnað í að gera vel við kúnnana okkar og passa upp á þá,“ segir Ólafur Ágústsson, framkvæmdastjóri Dill.

„Að sama skapi erum við eðlilega pínu hissa yfir niðurstöðunni og aðeins hugsi. Sem gerir það að verkum að við ætlum að leggja meira á okkur og koma þrefalt sterkari til baka. Og gera upplifun gesta okkar enn betri en hún er í dag og við vonum bara hreinlega að Michelin sjái sér aftur fært að koma í heimsókn og njóta góðs matar og víns.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert