Elti dreng á leið heim úr skóla

Aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness hafði samband við Neyðarlínu sem kom málinu …
Aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness hafði samband við Neyðarlínu sem kom málinu áfram til lögreglu. mbl.is/Eggert

Drengur sem var á leið heim úr skólanum á Seltjarnarnesi á þriðja tímanum í dag var eltur af ökumanni á litlum hvítum bíl með skyggðum rúðum. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu sem getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, segir í samtali við mbl.is að drengurinn, sem er nemandi við unglingadeild skólans, hafi verið skelkaður og komið sér til baka í skólann. Helga Kristín hafði samband við Neyðarlínu sem kom málinu til lögreglu.

Drengurinn brást hárrétt við að sögn Helgu Kristínar en foreldrum barna við skólann hefur verið sendur tölvupóstur þar sem þau eru beðin að rifja upp með börnum sínum að gefa sig ekki á tal við eða fara upp í bíl hjá ókunnugum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert