Fjórfaldur danssigur í Boston um helgina

Íslenskir dansarar stóðu sig vel í Boston um helgina.
Íslenskir dansarar stóðu sig vel í Boston um helgina.

Íslenskir dansarar unnu fjórfaldan sigur í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar (DÍH) höfðu sigur í tveimur flokkum; í U-21 ballroom dönsum og í flokki rísandi stjarna í ballroom. Þá voru þau í sjötta sæti í flokki ballroom-áhugadansara.

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir, einnig úr DÍH), unnu í tveimur flokkum í latin dönsum, meðal áhugadansara og í flokki dansara undir 21 árs aldri.

Tristan Guðmundsson og Svandís Ósk í DÍH voru í 5. sæti í U-19 og 6. sæti í U-21 latin dönsum. Bragi Geir Bjarnason og Magdalena Eyjólfsdóttir úr Dansíþróttafélagi Kópavogs (DÍK) voru í 6. sæti í U-19 latin dönsum og í 8. sæti í U-19 ballroom dönsum. Íslenska landsliðið var svo í 6. sæti í liðakeppninni í Boston.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert