Fögnuðu konudegi viku of snemma

Sumir héldu upp á konudaginn um helgina.
Sumir héldu upp á konudaginn um helgina. mbl.is/Styrmir Kári

Rangar upplýsingar í sumum dagatölum og dagbókum urðu þess valdandi um helgina að nokkrir „hlupu“ konudaginn, þ.e. héldu að konudagurinn hefði verið sl. sunnudag.

Hið rétta er að hann er næsta sunnudag, 24. febrúar, þegar þorri kveður og góa tekur við. Dæmi eru um rómantíska unnusta sem buðu konum sínum út að borða um helgina en uppgötvuðu eftir á að hafa verið viku of snemma á ferðinni.

Þegar haft var samband við nokkrar blómaverslanir á höfuðborgarsvæðinu í gær kannaðist afgreiðslufólk ekki við það að meira hefði verið að gera í blómasölu en venjulega, eða að keypt hafi verið sérstök konudagsblóm, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert