„Gæti ekki verið hamingjusamari“

„Ég viðurkenni fúslega að ég er svolítið gömul í mér ...
„Ég viðurkenni fúslega að ég er svolítið gömul í mér og finnst gott að leita í ræturnar, enda verðum við að bera virðingu fyrir fortíðinni til að eiga möguleika á að skilja framtíðina,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem á næsta leikári mun takast á við rússneska klassík á Stóra sviði Borgarleikhússins þegar hún leikstýrir Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov. mbl.is/Eggert

„Ég er mjög þakklát fyrir að mér sé aftur treyst fyrir stórri sýningu. Eftir að hafa átt í góðu samtali við Shakespeare verður ekki leiðinlegt að hitta fyrir þennan stórfenglega Rússa,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem á næsta leikári leikstýrir Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov á Stóra sviði Borgarleikhússins. Brynhildur leikstýrði Ríkharði III. sem frumsýndur var um áramótin við einstaklega góðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. „Ég gæti ekki verið hamingjusamari með Ríkharð, hvort heldur er í samstarfinu við fólkið hér innanhúss eða með viðtökurnar enda virðist sýningin höfða jafnt til leikra og lærðra.“

Spurð um valið á Vanja frænda segir Brynhildur það hafa legið beint við að demba sér í aðra klassík. „Minn styrkur og jafnframt áhugi liggur í klassíkinni,“ segir Brynhildur og bendir á að hún sé mótuð af háskólamenntun sinni í bókmenntum og klassísku leikaranámi í Bretlandi. „Ég viðurkenni fúslega að ég er svolítið gömul í mér og finnst gott að leita í ræturnar, enda verðum við að bera virðingu fyrir fortíðinni til að eiga möguleika á að skilja framtíðina.“

Eins og skrautfiskar í búri

Að sögn Brynhildar kallast Vanja frændi sterklega á við samtímann þar sem fólk glímir við kulnun og lífsleiða og gefst upp fyrir sjálfu sér. „Við ættum auðveldlega að geta sett okkur í spor þessa fólks sem ber breyskleika sinn á borð og glímir við mjög mannlegar tilfinningar,“ segir Brynhildur og tekur fram að eitt af því sem sé hvað skemmtilegast við Vanja frænda sé að verkið sé bráðfyndið á harmrænan hátt. „Þetta er verk sem rannsakar til hvers ætlast er af manni og hvort maður geti fundið sér farveg eða lokist inni,“ segir Brynhildur og rifjar upp að í verkinu hafi Vanja og Sonja lagt mikið á sig fyrir föður Sonju. „Það er til margt fólk sem er til í að leggja mikla vinnu á sig fyrir aðra og verður eðlilega bæði reitt og sárt þegar það áttar sig á því að það á ekkert að fá í staðinn.“

Spurð hver hennar leið inn í leikritið verði segir Brynhildur að því verði ekki umbylt með sambærilegum hætti og í aðlögun þeirra Hrafnhildar Hagalín á Ríkharði III. þar sem lögð var áhersla á átök titilpersónunnar við konur verksins, en þess má geta að Hrafnhildur verður dramatúrg í Vanja frænda. „Það verður ekki um neina slíka umbyltingu að ræða. Tsjekhov fyrir mér býr í ritunartímanum. Þegar reynt er að fara með leikrit hans inn í nútímann þarf að umbylta þeim alveg. Ég hef hins vegar mun meiri áhuga á að skoða leikritið í sögulega samhenginu þar sem aðstæður og möguleikar persónanna voru allt aðrir en í dag, meðal annars þegar kemur að stöðu kynjanna og stétta. Persónurnar verða því fastar í tímabilum, en við skoðum þær utan frá,“ segir Brynhildur og tekur fram að sig langi til að setja persónur verksins inni í fiskabúr eins og skrautfiska.

„Enda er þetta fólk sem kemst ekki út úr sínum aðstæðum, að Astrov lækni undanskildum, og í því felst angist þeirra,“ segir Brynhildur og áréttar að lestur hennar á verkinu mótist óhjákvæmilega af kyni hennar. „Það eru fjórar mjög áhugaverðar konur í þessu verki. Eðlilega hef ég því mikinn áhuga á því hver Jelena í verkinu sé og hvers vegna þessi unga kona giftist gamla prófessornum. María, móðir Vanja og fyrri konu prófessorsins, er líka mjög áhugaverð sem passífur femínisti,“ segir Brynhildur sem er aðeins þriðja konan sem leikstýrir Tsjekhov á atvinnuleiksviði hérlendis, en samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu hafa 17 uppfærslur verka hans ratað á svið hérlendis á síðustu 70 árum. Vanja frændi var síðast settur upp hérlendis í Borgarleikhúsinu árið 1992.

Södd sem leikkona

Spurð hvort hún hyggist alfarið snúa sér að leikstjórn eða leikstýra og leika jöfnum höndum svarar Brynhildur: „Sannleikurinn er sá að ég er orðin afskaplega södd leikkona. Ég hef verið afar lánsöm sem leikari og mér hefur verið treyst fyrir frábærum verkefnum, en finn núna að mig langar í auknum mæli að halda utan um formið og leikstýra meira. Ég vil ekki leika samhliða leikstjórnarverkefnum, til að geta sett allan minn fókus á leikstjórnarverkefnið hverju sinni, því í þessu fagi hættir maður ekkert í vinnunni þegar maður kemur heim til sín enda utanumhald og ábyrgð leikstjórans mikil,“ segir Brynhildur og tekur fram að hún gæti ekki verið ánægðari með vinnuveitendur. „Það er gulls ígildi að eiga vinnuveitanda sem sér mann fyrir það sem maður er.“ Aðspurð segir Brynhildur að það gagnist sér sem leikstjóra að hafa mikið leikið á Stóra sviði Borgarleikhússins. „Þó að þetta sé risastórt svið er hægt að búa til smáar myndir. Stærsta áskorunin er að láta talað mál berast aftur á aftasta bekk og þess vegna höfum við í auknum mæli verið að nota míkrófóna til að þurfa ekki að æpa textann með tilheyrandi gamaldags leikstíl.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...