Smálán „valda hvað mestum vanda“

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað 12 tillögum ...
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. mbl.is/Arnar

Smálán eru lán sem valda hvað mestum vanda hjá neytendum. Þetta er niðurstaða starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja sem skilaði í dag skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ráðherra fól hópnum síðastliðið sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta.

„Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Í vinnu starfshópsins var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði. Brýnt væri að tryggja betur lögbundin réttindi neytenda og að tryggja að viðkvæmir neytendur séu verndaðir gagnvart fyrirtækjum sem beita óréttmætum viðskiptaháttum í starfsemi sinni. Að sama skapi var lagt til grundvallar að reglusetning eigi ekki að setja óþarfa hömlur á nýsköpun á fjármálamarkaði eða draga úr samkeppni milli fyrirtækja.

Starfshópurinn telur að mikilvægt sé að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglast meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi.

Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum.

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja skilaði í dag skýrslu ...
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja skilaði í dag skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Vilja vernda neytendur gegn ólöglegri smálánastarfsemi

Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:

 1. Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.
 2. Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.
 3. Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.
 4. Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.
 5. Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
 6. Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.
 7. Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.
 8. Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.
 9. Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.
 10. Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.
 11. Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.
 12. Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum.

Tillögurnar verða áfram til umfjöllunar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir.

mbl.is

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »