Spurði hvar óhófið byrjaði

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvar er línan þar sem óhófið byrjar? Ég held að það væri mjög fróðlegt fyrir alla ef bankaráð Landsbanka Íslands myndi birta upplýsingar um hvað er óhóflegt að mati þess,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag þar sem hann gerði laun bankastjóra Landsbankans að umtalsefni sínu.

Vísaði hann þar til bréfs bankaráðs Landsbankans til bankasýslu ríkisins þess efnis að starfskjarastefna bankans væri að mati þess í samræmi við eigandastefnu ríkisins þar sem fram kemur að stefnan skuli vera samkeppnis­hæf en hófleg og ekki leiðandi. Sagði Þorsteinn að bankaráðið teldi sem sagt 4 milljónir hófleg laun.

„Það er kannski hugmynd fyrir þá sem skipa þetta bankaráð að koma málum þannig fyrir að þjóðin geti sagt álit sitt á störfum þess á sirka fjögurra ára fresti og kosið bankaráðið beinni kosningu. Eins og er núna hafa kjörnir fulltrúar í þessu landi engan aðgang og ekkert aðgengi og enga aðkomu að neinum þeim ráðstöfunum eða ákvörðunum sem teknar eru í þessum banka sem ríkið eða þjóðin á þó 98,3% í. Það er umhugsunarefni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert