Þarf að flytja kýr að Dettifossi?

Dettifoss er ein helsta náttúruperla Íslands, vatnsmesti foss Evrópu. Hann ...
Dettifoss er ein helsta náttúruperla Íslands, vatnsmesti foss Evrópu. Hann er óaðgengilegur á veturna. mbl.is/RAX

Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi eru nú að velta fyrir sér hver eigi að fara með kýr upp að Dettifossi svo mokað verði fyrir mjólkurbílinn. Þó að þetta sé meira í gríni sagt en alvöru er það ekki ásættanlegt fyrir ferðaþjónustuna að vegurinn að einni mestu náttúruperlu Íslands sé lokaður mánuðum saman yfir vetrartímann. „Vegagerðin eins og aðrar stofnanir landsins þarf að breytast með breyttu samfélagi. Við erum enn þá að moka fyrir mjólkurbílinn en ekki fyrir ferðamanninn. Hvaða rugl er það? Í einlægni sagt. Ég veit að þetta tekur tíma en þetta þarf að gerast aðeins hraðar.“

Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, á fundi sem Vegagerðin hélt í morgun um umferðaröryggismál. Sagði Jóhannes að samstarf ferðaþjónustunnar og Vegagerðarinnar væri almennt mjög gott en að það mætti þó bæta. Lestu meira

„Í dag eru þrjár milljónir manna að þvælast um vegakerfið, ekki 350 þúsund,“ benti Jóhannes á. „Það veldur auknu álagi en kannski öðruvísi álagi en margir halda. Fimmtíu tonna trukkarnir slíta vegunum sjálfum meira en lítill Yaris, á við tíu þúsund slíka skilst mér. En [fjöldi ferðamanna] veldur hins vegar álagi í umferðinni og meiri áhættu.“

Sturlun að hafa einbreiðar brýr

Jóhannes sagði það mat Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja þurfi miklu meira fjármagn til Vegagerðarinnar, tugi milljarða vanti til fjárfestinga í viðhaldi og nýframkvæmdum í vegakerfinu. „Þetta eru miklir peningar,“ sagði Jóhannes en að uppsöfnuð viðhaldsþörf ætti sér skýringar. „Annars vegar vorum við með tímabil sultar og niðurskurðar eftir hrun og hins vegar tímabil gríðarlegs uppgangs og álags sem þarf að mæta.“

Nefndi hann sérstaklega einbreiðar brýr og sagði frá samtali sem hann átti við bandarískan prófessor á ráðstefnu hér á landi síðasta sumar. „Hann þurfti að tala við mig í tuttugu mínútur um þessar einbreiðu brýr sem hann hafði orðið að aka eftir að hafa komið með ferjunni til Seyðisfjarðar. Það eina sem hann vildi tala um voru þessar einbreiðu brýr og hverslags sturlun það væri að vera með svona vegi.“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónstunnar, á fundi Vegagerðarinnar í ...
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónstunnar, á fundi Vegagerðarinnar í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhannes sagði að það væri þó ekki þannig að það væru aðeins hinir 350 þúsund Íslendingar sem væru að halda uppi vegakerfi fyrir þrjár milljónir ökumanna. „Ferðamennirnir taka gríðarlega stóran þátt í samgöngukerfinu hjá okkur. Bara þessar hugmyndir um veggjöld þær sýna að hugmyndin er sú hjá þeim sem eru að setja þetta fram að 40-50% af tekjum sem kæmu inn af veggjöldum kæmu frá ferðamönnum.“

Hann sagðist ekki þreytast á að minnast á að ferðamaðurinn væri einn mikilvægasti skattgreiðandi á Íslandi. Á nokkurra ára tímabili greiddu þeir að auki tíu milljarða í eldsneytisgjöld. „Þannig að framlög ferðamanna til vegakerfisins eru töluverð [...] Þeir eru ekki bara að valda álagi þeir eru að taka þátt í uppbyggingunni líka.“

Þekkja sumir illa til aðstæðna

Hann sagði að hvað forvarnir og fræðslu varðar væri ýmislegt gert en að bæta mætti þá þætti á ýmsum sviðum. Benti hann sérstaklega á Safe Travel-verkefnið, sem unnið er í samstarfi ferðaþjónustunnar og Landsbjargar, og ferðamenn væru duglegir að nýta. „En við þurfum að bæta í, því upplýsingar til ferðamanna skipta svo gríðarlega miklu máli. Það er ofboðslega misjafnt, eins og við vitum, hvað þetta ágæta fólk, þessir gestir okkar, þekkja til aðstæðna á Íslandi.“

Í því sambandi skipti eftirlit með t.d. ökuréttindum og ökutækum gríðarlega miklu máli og þurfi að skila því sem til er ætlast. Í dag væri þar víða pottur brotinn. Bílaleigum bæri samkvæmt lögum að kalla eftir ökuskírteinum, „en við vitum að í sumum ríkjum heims er kannski ekki mikið á bak við ökuskírteinið. Það hefur jafnvel komið fyrir að ferðamenn frá löndum þar sem töluð eru tungumál sem við ekki skiljum framvísi einhverjum skírteinum sem eru ekki endilega ökuskírteini og reyni þannig að komast fram hjá reglunum.“

Þá benti hann á að ferðamenn og atvinnubílstjórar frá ákveðnum þjóðum væru með ökuréttindi sem væru ekki alþjóðlega samanburðarhæf. Ferðamenn væru að koma frá löndum þar sem „ökuréttindin eru kannski ekki alveg jafn fullkomin og við myndum óska“. Lestu meira

Jóhannes sagði að fjárþörf lögreglu, til að sinna þessu eftirliti, væri gríðarlega mikil. „Vettvangseftirlit [lögreglu] þarf að vera betra, en til þess þarf einfaldlega mannafla og fjármagn.“

Málið snerti líka þá þörf á að skapa jákvæða hvata meðal ferðaþjónustufyrirtækja í réttar áttir, þannig að bílaleigur fjárfesti t.d. í nýjum bílum sem eru öruggari en þeir eldri. Endurnýjun bílaleiga sem eru með 4.000 bíla þyrfti að vera þannig að á hverju ári væru keyptir um þúsund bílar og þúsund bílar seldir. „Það er að segja að fjórðungur bílaflotans uppfærðist á hverju ári.“

En þannig er ekki staðan hjá íslenskum bílaleigum í dag. Búið sé að fella niður vörugjaldaívilnun sem bílaleigurnar höfðu sem þýði að rekstrarlega eigi þær einfaldlega ekki möguleika á svo mikilli endurnýjun. „Þannig að þetta endurnýjunarhlutfall hefur fallið sem þýðir að þetta ár er bara „out“ í þessari uppfærslu. Þannig að að stórum hluta munu þessi nýjustu öryggistæki ekki koma inn í flotann á þessu ári.“

Dettifoss óaðgengilegur

Jóhannes nefndi í lok erindis síns að hann talaði vart við ferðaþjónustuaðila út á landi öðruvísi en að þeir kvörtuðu undan þjónustu á vegum. Hann ítrekaði að samstarf Vegagerðar og Samtaka ferðaþjónustunnar væri almennt gott, en það þýðir ekki að það megi ekki bæta.“ Sagði hann eina dæmisögu máli sínu til stuðnings:

„Dettifoss er ein stærsta perlan í ferðaþjónustu á Íslandi, aflmesti foss Evrópu, foss sem ótrúlegur fjöldi ferðamanna vill komast að og sjá.“ Hins vegar væri vegurinn vestan megin að fossinum mokaður samkvæmt G-reglu í bókum Vegagerðarinnar, tvisvar í viku að vori og hausti en ekkert yfir veturinn. „Þetta getur búið til þær aðstæður að menn reyni að dröslast þarna um hvort eð er og [þurfi] útköll björgunarsveita. Og þetta verður til þess að það er ekki hægt að bjóða upp á Dettifoss sem áfangastað yfir veturinn. Þannig að við erum búin að taka þarna úr sambandi helsta aðdráttaraflið á Norðurlandi. Það er bara einifaldlega það sem gerist.“

Hann sagði að vissulega þurfi að bæta veginn, gera hann þannig úr garði að hægt sé að þjónusta hann yfir vetrarmánuðina. „Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nú að velta fyrir sér hver þeirra eigi að fara með kýr upp að Dettifossi til að það verði mokað fyrir mjólkurbílnum. Vegagerðin eins og aðrar stofnanir landsins þarf að breytast með breytingu samfélagsins. Við erum enn þá að moka fyrir mjólkurbílinn en ekki fyrir ferðamanninn. Hvaða rugl er það? Í einlægni sagt. Ég veit að þetta tekur tíma en þetta þarf að gerast aðeins hraðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...