35 klst. vinnuvika og jöfnun launa

Krafist er styttingar vinnuvikunnar í 35 stundir, jöfnunar launa á milli almenna markaðarins og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingar til framtíðar í kröfugerð Sameykis gagnvart Reykjavíkurborg.

Viðræður eru hafnar og kynnti samninganefnd Sameykis samninganefnd borgarinnar kröfur sínar sl. mánudag. Launakröfur Sameykis, sem varð til með sameiningu SFR og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar fyrr í vetur, eru m.a. þær að skoðaðar verði leiðir til hækkunar launa og aukins kaupmáttar með blandaðri aðgerð og að starfsþróunarþrep í launatöflu borgarinnar hækki um 2% við hvert þrep. Einnig vill félagið koma á viðbótarlaunakerfi.

Farið er fram á að aðfangadagur og gamlársdagar verði frídagar að fullu og að foreldrar fái aukafrí vegna vetrarfrís- og skipulagsdaga í leik- og grunnskólum. Þá er þess krafist að dögum verði fjölgað þar sem hægt er að breyta yfirvinnu í frí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert