„Ekki í samræmi við það sem öllum finnst“

Birgir segist að sjálfsögðu munu styðja tillögur ríkisstjórnarinnar.
Birgir segist að sjálfsögðu munu styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Eggert

„Þetta er málamiðlun og hún þjónar þeim tilgangi sem lagt var upp með í stjórnarsáttmála um að beita skattalækkunum til þess að greiða fyrir kjarasamningum, og að lækkanirnar myndu einkum skila sér til þeirra sem hafa lægri tekjur,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um tillögurnar sem ríkisstjórnin lagði fram í gær.

Skattatillögurnar kveða meðal annars á um nýtt skattþrep sem verður fjórum prósentustigum lægra til þess að minnka skattbyrði einstaklinga með tekjur undir 325 þúsund krónum í mánaðarlaun.

Birgir vill ekki tjá sig sérstaklega um einstaka þætti tillagnanna, um sé að ræða málamiðlun sem sé í megindráttum í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Menn geti síðan haft ýmsar skoðanir varðandi útfærslurnar. „Þarna eru ekki tillögur sem eru fullkomlega í samræmi við það sem öllum finnst um alla þá þætti sem þarna er að finna.“

„Við eigum eftir að sjá um þetta frumvörp, en auðvitað munum við styðja þær tillögur sem koma frá ríkisstjórn,“ segir Birgir að lokum, aðspurður hvort hann muni styðja tillögurnar eins og þær voru lagðar fram í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert