Fær ekki lögheimili skráð á Íslandi

Erna Reka ásamt móður sinni Nazife við dómsuppkvaðningu í dag. …
Erna Reka ásamt móður sinni Nazife við dómsuppkvaðningu í dag. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einnig viðstaddur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun vegna málsins. mbl.is/Erla

Kröfu albanskra foreldra um að fella úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa 22 mánaða gamalli dóttur þeirra úr landi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erna Reka fæddist á Íslandi í apríl 2017 en samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms fær hún ekki lögheimili skráð á Íslandi í Þjóðskrá Íslands. 

For­eldr­ar Ernu, þau Nazi­fe og Er­i­on, sóttu um hæli á Íslandi 2015 og fengu at­vinnu­leyfi en var svo vísað úr landi. Skömmu síðar komu þau aft­ur til lands­ins og sóttu um dval­ar­leyfi. Um­sókn þeirra var hafnað og niðurstaðan samþykkt af kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.

Niðurstaða héraðsdóms í dag þýðir að Ernu verður að öllu óbreyttu vísað úr landi. Lögmenn Ernu og foreldrar hennar munu fara yfir næstu skref í dag. Stefnendur geta vísað málinu til Landsréttar en óvíst er hvort það verði gert. 

Dóms­málið var höfðað með þeim rök­um að í 102. grein út­lend­ingalaga segi að óheim­ilt sé að vísa Íslend­ingi úr landi hafi hann átt hér fasta bú­setu frá fæðingu sam­kvæmt þjóðskrá, en lög­heim­ili barna hæl­is­leit­enda og þeirra sem sótt hafa um dval­ar­leyfi eru skráð með öðrum hætti. Þá telja for­eldr­ar Ernu að mis­mun­andi skrán­ing lög­heim­ila barna sé brot á Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, þar sem óheim­ilt sé að mis­muna börn­um á grund­velli stöðu for­eldra þeirra.

Aðstandendur og vinir Ernu og fjölskyldu standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Erna fái að njóta réttlátrar málsmeðferðar. 

Fréttin hefur verið uppfærð

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert