Fimm ára dómur í Shooters-máli

Art­ur Pawel Wisocki við upp­haf aðalmeðferðar.
Art­ur Pawel Wisocki við upp­haf aðalmeðferðar. mbl.is/Eggert

Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra. Dyra­vörður­inn er lamaður fyr­ir neðan háls eft­ir árás­ina. Annar maður sem var ákærður í málinu, Dawid Kornacki, fékk sex mánaða dóm.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við mbl.is að dómurinn hafi verið í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu.

Hún staðfestir jafnframt að dyraverðinum sem lamaðist hafi verið dæmdar 6 milljónir í miskabætur og hinum 600 þúsund krónur.

Artur upplýsti við dómsuppsöguna að hann myndi áfrýja málinu til Landsréttar og því ljóst að málið mun fara áfram til næsta dómstigs.

Tvímenningarnir játuðu í málinu að hafa ráðist á annan dyravörð, en sá hlaut ekki lífshættulega áverka í átökunum. Artur neitaði hins vegar sök um stórfellda líkamsárás á dyravörðinn sem lamaðist.

Við aðalmeðferð fór saksóknari fram á nokkurra ára dóm yfir Artur, en nefndi þó ekki árafjölda. Þá var farið fram á að lágmarki sex til níu mánaða dóm yfir Dawid.

Shooters í Austurstræti.
Shooters í Austurstræti. Skjáskot/ja.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert