Íslendingafélag í 100 ár

Stjórnin við Jónshús, frá vinstri: Helgi Valsson, Haraldur Páll Gunnlaugsson, …
Stjórnin við Jónshús, frá vinstri: Helgi Valsson, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Einar Arnalds Jónsson, Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Sólhildur Svava Ottesen og Emma Magnúsdóttir. Katla Gunnarsdóttir er líka í stjórninni.

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess.

Hátt í 12.000 Íslendingar búa í Danmörku og Kaupmannahöfn er einn algengasti viðkomustaður Íslendinga erlendis. Þjónusta við íslenska borgara í Danmörku er eitt mikilvægasta og umfangsmesta verkefni sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Hátt í 23.000 manns sóttu menningar- og fullveldisviðburði á vegum og með þátttöku sendiráðsins í fyrra. Benedikt Jónsson er sendiherra gagnvart Danmörku.

Í Jónshúsi er félagsheimili Íslendinga og Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri hafa aðstöðu í húsinu. Halla Benediktsdóttir er umsjónarmaður Jónshúss.

Sjá viðtal við Einar Arnalds í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »