Móðir Nöru Walker óskar eftir náðun

Afplánun Walker hófst í fangelsinu á Hólmsheiðinni í dag og ...
Afplánun Walker hófst í fangelsinu á Hólmsheiðinni í dag og mótmælendur fyrir utan með límband fyrir munni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Móðir ástralskrar konu sem var dæmd í Landsrétti fyrir að hafa bitið bút úr tungu eiginmanns síns hefur skrifað bréf til náðunarnefndar dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir því að dóttir hennar verði náðuð.

Dóttir hennar, Nara Walker, var dæmd í 18 mánaða fangelsi í desember, þar af 15 skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið 2,5 sentimetra bút af tungu mannsins og fyrir að hafa ráðist á aðra konu.

Mótmælendur koma saman á Hólmsheiðinni.
Mótmælendur koma saman á Hólmsheiðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mótmæli á Hólmsheiði

Afplánun hennar hefst í fangelsinu á Hólmsheiði í dag og voru af því tilefni haldin mótmæli þar fyrir utan. Mótmælendur voru hvattir til að hafa límband fyrir munni „sem er táknrænt fyrir raddleysi kvenna í réttarkerfinu,“ að því er segir í Facebook-viðburði. 

„Dóttir mín hefur nú þegar barist í fimmtán mánuði til að sanna að hún hafi gert þetta í sjálfsvörn vegna alvarlegs heimilisofbeldis, sem því miður varð til þess að fyrrverandi eiginmaður hennar meiddist,“ segir í bréfi móður hennar, Jane Walker, sem mbl.is hefur undir höndum.

„Hún hefur þegar verið í farbanni í yfir fimmtán mánuði, fjarri fjölskyldu sinni og vinum. Vegna þess þjáist hún af aukinni áfallastreituröskun. Er þetta ekki næg refsing fyrir hana?“

Aðstandendur Nöru Walker hafa einnig beðið forseta Íslands um að veita henni sakaruppgjöf. 

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði. mbl.is/Hari

Hefur áhyggjur af geðheilsu dóttur sinnar

Jane Walker segir það jafnframt grimma ákvörðun að senda hana í fangelsi með hámarksöryggisgæslu. „Ég hef áhyggjur af geðheilsu hennar og möguleikum hennar á að ná aftur sínum fyrri styrk. Mánuðirnir fimmtán sem hún hefur verið í haldi hafa valdið henni tilfinningalegum og fjárhagslegum skaða.“

Jane Walker rekur því næst framgöngu málsins í íslenska dómskerfinu og greinir meðal annars frá ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir af hálfu eiginmannsins. Þrátt fyrir það hafi sjálfsvörn hennar ekki verið tekin gild þegar kveðnir voru upp dómar í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti, þar sem dómur yfir henni var þyngdur.  

Kom þar fram að ekki verði fallist á með henni að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Hún var dæmd fyrir stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi.

Límbandið fyrir munninum á að vera táknrænt fyrir raddleysi kvenna ...
Límbandið fyrir munninum á að vera táknrænt fyrir raddleysi kvenna í réttarkerfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hefur trú á dómskerfinu

Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóminn kveðst Jane hafa mikla trú á íslensku dómskerfi vegna þeirra réttinda sem konur njóti á Íslandi og jafnréttis kynjanna hérlendis. Bætir hún samt við að hún hafi komist að því að íslenska dómskerfið hafi átt í vandamálum þegar komi að málum tengdum heimilisofbeldi.

Í sálfræðimati Nöru, sem mbl.is hefur einnig undir höndum, kemur fram að hún glími við ýmis áföll sem hún hafi orðið fyrir í lífi sínu allt frá barnæsku, meðal annars vegna meiðsla sem hún hafi valdið öðrum og meiðsla sem hún hafi orðið fyrir af hálfu eiginmanns hennar fyrrverandi.

Þar er staðfest að hún þjáist af áfallastreituröskun og nefnt að henni finnist hún hafa verið beitt órétti af íslenska dómskerfinu.

mbl.is

Innlent »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

Í gær, 15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

Í gær, 13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

Í gær, 12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...