SGS og SA funda á ný á morgun

Viðræður SGS og SA halda áfram síðdegis á morgun.
Viðræður SGS og SA halda áfram síðdegis á morgun. mbl.is/Eggert

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hófst klukkan fjögur í dag er nú lokið. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við mbl.is.

Fram kom í umfjöllun mbl.is í hádeginu að SGS vildi fá betri svör frá SA á fundinum en hafa verið fengin til þessa.

Flosi segir að á fundinum í dag hafi verið skerpt á ýmsum þáttum og að samtöl muni halda áfram síðdegis á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert