Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

Talsverður viðbúnaður var hjá slökkviliðinu, enda eldurinn talinn vera á …
Talsverður viðbúnaður var hjá slökkviliðinu, enda eldurinn talinn vera á sjöundu hæð. mbl.is/​Hari

Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn.

Þegar fyrsti bíll kom á staðinn gátu slökkviliðsmenn hins vegar greint frá því að reykurinn kom frá potti á eldavél sem í voru brenndir pelar. Pelarnir höfðu gleymst á heitri hellunni, en enginn var heima er atvikið kom upp.

Að sögn sjónarvottar voru tveir dælubílar og að minnsta kosti þrír sjúkrabílar á staðnum um tíma. Ekki kom hins vegar til þess að flytja þurfti neinn af vettvangi með reykeitrun að sögn varðstjóra.

Skemmdir eru þá sagðar vera minni háttar, en unnið er að því að reykræsta húsið.

Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu vegna elds í Engihjalla.
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu vegna elds í Engihjalla. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mikill reykur var í stigagangi fjölbýlishússins við Engihjalla.
Mikill reykur var í stigagangi fjölbýlishússins við Engihjalla. mbl.is/Kristinn Magnússon
Unnið er að því að reykræsta húsið.
Unnið er að því að reykræsta húsið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert