Útsaumsfólk í pílagrímsferð til Bayeux

Þuríður Vala Ólafsdóttir og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir verkefnastjóri í vinnu …
Þuríður Vala Ólafsdóttir og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir verkefnastjóri í vinnu við Njálurefilinn.

Hluti hóps sem unnið hefur að því að sauma Njálurefilinn á Hvolsvelli fer í pílagrímsferð til Bayeux í Frakklandi til að skoða hinn þekkta Bayeux-refil sem er 70 metra langur. Með hópnum í för verða makar og tveir fulltúrar frá Rangárþingi eystra.

Njálurefillinn, sem geymdur er í Sögusetrinu á Hvolsvelli er nú 75,7 metra langur en fullkláraður verður hann 90 metrar.

Að sögn Gunnhildar Eddu Kristjánsdóttur verkefnastjóra hefur hópurinn ekki örugga vissu um að til sé lengri refill og meðan svo sé telji hópurinn hann lengsta refil í heimi. Í refilinn er söguþráður Njálu saumaður og m.a. er nú verið að sauma brennuna á Bergþórshvoli. Vonast er til þess að refillinn verði fullkláraður 2.2. 2020, en þá verða sjö ár frá því að byrjað var á honum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert