Verkföll líkleg í mars

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, ásamt Drífu Snædal, formanni Alþýðusambands Íslands.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, ásamt Drífu Snædal, formanni Alþýðusambands Íslands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við höfum alltaf sagt það frá upphafi að það sem kæmi frá stjórnvöldum væri lykillinn að því að við gætum náð saman kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hann aðspurður allt benda til þess að til verkfalla kæmi í næsta mánuði.

Verkalýðshreyfingin hefur lýst miklum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar að skattkerfisbreytingum sem kynntar voru í gær og ætlað er að liðka fyrir kjarasamningum. Björn sagði tillögurnar ekki að öllu leyti slæmar en það aukna ráðstöfunarfé sem væntingar voru um að tillögurnar skiluðu væri langt undir því sem vonast hafi verið eftir.

„Þetta auðvitað bara þýðir það að það þyngist bara róðurinn gagnvart SA vegna þess að þetta átti að vera til þess að liðka fyrir. Það gerir það ekki eins og við vorum kannski að vonast til. Þá þýðir það bara að við þurfum að snúa okkur enn harðar að SA,“ sagði Björn. Spurður hvort það þýddi verkföll sagði Björn mjög líklegt að til þeirra kæmi í marsmánuði.

Spurður hvort eðlilegt væri að gera kröfu um svo mikla aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni í ljósi þess að viðsemjandinn væri ekki ríkið heldur SA sagði Björn að í öllum þeim kjaradeilum sem hann hefði komið að í gegnum tíðina hefði aðkoma stjórnvalda verið ákveðinn lykill að því að liðka fyrir því að kjarasamningar næðust.

Treyst of mikið á aðkomu stjórnvalda

„Kannski er þetta bara þannig að við erum farin að treysta of mikið á það að ríkið komi inn í þetta,“ sagði Björn. Að sama skapi væru atvinnurekendur líka farnir að treysta of mikið á það og fyrir vikið væri þvermóðska þeirra meiri. Hins vegar lægi það fyrir núna hvað ríkið væri reiðubúið að gera og atvinnurekendur yrðu að koma með það sem vantaði upp á.

Björn sagðist gera ráð fyrir að verkalýðsfélög sem ekki hefðu þegar vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara myndu gera það í vikunni til þess að koma málinu í ákveðinn farveg. Til þess að hægt sé að fara í verkfallsaðgerðir þurfa verkalýðsfélög fyrst að hafa látið reyna á það að ná samningum með milligöngu embættisins.

Aðspurður sagði Björn að bæði gæti komið til skæruverkfalla einstakra hópa eftir mánaðamótin eða verkfalla þar sem allir félagar í viðkomandi verkalýðsfélögum, sem væru að vinna eftir tilteknum kjarasamningi við SA, færu í verkfall. Björn sagðist aðspurður telja að breið samstaða væri innan verkalýðshreyfingarinnar við aðgerðir.

Björn sagði að það sem stæði út af væri launaliðurinn sem hins vegar væri stærsta málið. „Nú hlýtur það að vera bara grimmari krafa. Þetta sem kom um daginn frá Samtökum atvinnulífsins, það var ekki nóg þannig að nú þurfa þeir að sýna einhver önnur spil en það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dómaraskipun ekki fyrirstaða

14:52 Einn þeirra dómara sem dæmdi í máli Glitnis gegn Stundinni fyrir Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir sem er einn af dómurum sem skipaðir voru í embætti dómara í ferli sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur gert athugasemd við. Hæstiréttur staðfesti í dag dóms Landsréttar í málinu. Meira »

Milljarðar í gjöld til bókunarþjónusta

14:40 Þóknunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum króna á hverju ári. Þetta fullyrðir Ferðamálastofa, sem segir lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir vera meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Meira »

Fundað hjá WOW air

14:30 Boðað var til starfsmannafundar í höfuðstöðvum WOW air í Borgartúni kl. 14. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins ræddi við mbl.is fyrir fundinn og af svörum hennar mátti dæma að ekki stæði til að færa starfsmönnum nein váleg tíðindi. Meira »

„Vonum að fólk fylgist vel með veðri“

14:28 „Við vonum að fólk fylgist vel með veðri og fari kannski í fyrra fallinu heim úr vinnu því umferðin verður þyngri,“ segir varðstjóri slökkviliðsins. Von er á krappri lægð yfir landið og færð gæti spillst víða um land þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Leggja til orkupakka með fyrirvara

14:22 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Tillagan inniheldur fyrirvara um að sá hluti er snýr að flutningi raforku yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema með aðkomu Alþingis á nýjan leik, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Meira »

Malbikað fyrir 1,4 milljarða

14:16 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun á þessu ári. Til stendur að malbika 35 kílómetra af götum borgarinnar sem mun kosta rúmar 1.400 milljónir króna. Meira »

Ferðamenn rólegir yfir verkfallinu

14:05 Ferðamenn í anddyri Grand Hótel Reykjavík virtust ekki kippa sér mikið upp við verkfall hótelstarfsfólks sem hófst á miðnætti. Allt virtist með kyrrum kjörum á meðan verkfallsverðir Eflingar gengu um svæðið. Meira »

Strompurinn fellur - beint

13:57 Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður felldur í dag og er hægt að fylgjast með aðgerðinni í beinni útsendingu. Gert er ráð fyrir að fella mannvirkið í tveimur hlutum með nokkurra sekúndna millibili sá efri kem­ur til með að falla í suðaust­ur en neðri hlut­inn fell­ur í suðvest­ur. Meira »

Segir tækifæri í sjálfsiglandi skipum

13:45 Sjálfsiglandi skip og leiðir til þess að tryggja gæði neysluvatns verða meðal umræðuefna á degi verkfræðinnar á morgun. Sæmundur E. Þorsteinsson lektor segir mikil tækifæri felast í rafknúnum sjálfsiglandi skipum sem draga úr álagi á vegakerfinu. Meira »

Aðkoma ríkisins ekkert verið rædd

13:25 „Það hefur ekkert verið rætt um fjárhagslega aðkomu ríkisins að þessu máli og þessar viðræður verða bara að hafa sinn gang. Þessi félög hafa sett sér tímamörk í því og það er bara það sem stendur yfir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Skýr skilaboð um að eitthvað sé í gangi

13:18 „Því miður hefur verið töluvert um verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um sólarhringsverkfall Eflingar og VR. Nokkuð sé líka um að verkfallsvörðum sé ekki hleypt inn. Þá segir hún starfsfólk þrifafyrirtækja áhugasamt um að fá að einnig að beita verkfallsvopninu. Meira »

Minni háttar slys er bíll fauk út af

13:07 Minni háttar slys urðu á fólki þegar bíll fauk út af veginum og valt rétt austan við Holtsós undir Eyjafjöllum um hádegið í dag, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Aðeins er farið að bæta í vind undir Eyjafjöllum en aðeins austar er veðrið verra. Meira »

Forsætisráðherra á afmælisfundi í Brussel

12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með leiðtogaráði Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Noregs og Liechtensteins í Brussel í morgun í tilefni 25 ára afmælis EES-samningsins. Meira »

Færa aðalfund til að sýna samstöðu

12:12 Vegna verkfallsboðunar VR og Eflingar á hótelum dagana 28. og 29. mars hefur stjórn VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekið þá ákvörðun að breyta fundarstað aðalfundar sem auglýstur var á Grand hótel Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VM. Meira »

„Fundað stíft þar til annað kemur í ljós“

12:09 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist eiga von á því að deiluaðilar muni funda stíft þar til annað kemur í ljós. Hann gat ekki svarað því hvort fundað yrði í húsakynnum sáttasemjara í dag, en segir VR vera að „vinna að fullu“ innandyra hjá sér. Meira »

Kröpp lægð gengur yfir landið

12:08 Miðja krapprar og djúprar lægðar er nú yfir Austfjörðum og er hún á leið til norðurs og síðar norðausturs. Versta veðrið vegna þessarar lægðar nú síðdegis verður á svæðinu frá Tröllaskaga og austur á sunnanverða Austfirði, þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir. Meira »

„Munum halda áfram að berjast“

11:48 „Við mótmælum því að skólsystir okkar Zainab Safari verði send úr landi. Hér eru tæplega 600 undirskriftir sem eru aðallega nemendur í skólanum og hér eru um 6.200 rafrænar undirskriftir frá fólki sem er að mótmæla þessu með okkur, “ sagði nemandi í Hagaskóla við afhendingu undirskriftarlistans. Meira »

Dómurinn tjáningarfrelsinu í vil

11:42 „Frelsið hefur sigrað“ er yfirskrift tilkynningar frá ritstjórum og aðstandendum Stundarinnar og Reykjavík Media í kjölfar þess að Hæstiréttur kvað upp dóm í lögbannsmáli þrotabús Glitnis á hendur fjölmiðlunum tveim. Meira »

Gefa út samfélagsskuldabréf

11:35 Félagsbústaðir hyggst á næstunni standa að útgáfu samfélagsskuldabréfa til þess að fjármagna viðhald, kaup og byggingu leiguhúsnæðis, að því er segir í fréttatilkynningu Félagsbústaða. Er útgáfan sögð tengjast markmiði félagsins um að fjölga íbúðum þess um að minnsta kosti 550 til ársins 2022. Meira »