Vildu 15.000 kr. lækkun og fjórða skattþrepið

Drífa segir engan hafa verið að kalla eftir skattalækkun á ...
Drífa segir engan hafa verið að kalla eftir skattalækkun á hæstu tekjuhópa. mbl.is/​Hari

„Við hefðum viljað sjá skattkerfinu beitt hressilega sem tekjujöfnunartæki og gerðum okkur væntingar um að það kæmi til skattalækkunar upp á um 15.000 krónur til ákveðinna hópa,“ segir Drífa Snædal, formaður ASÍ, sem lýst hefur yfir miklum vonbrigðum með innlegg stjórnvalda í kjaraviðræður.

Hún segir að töluverð skattatilfærsla hafi verið orðin vegna minnkaðs vægis barna- og vaxtabóta undanfarin ár, þar sem tekjulægsti hluti þjóðarinnar hafi tekið á sig aukna skattbyrði og sá tekjuhæsti lægri.

„Við vildum leiðrétta þetta og fórum því fram með áherslur á fjögur skattþrep, auk þess sem við höfum talað fyrir hækkun á fjármagnstekjuskatti til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum,“ segir Drífa. Fjórða skattþrepið yrði því eins konar hátekjuskattur, líkt og BSRB hefur talað fyrir. „Við erum samstíga BSRB í þessu.“

Aðspurð hversu mikið tillögur stjórnvalda komi til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar segir Drífa þær ná ansi skammt.

Enginn að krefjast skattalækkana á hæstu tekjuhópa

„Þarna er ekki verið að beita tekjujöfnun. Það er sami krónutöluskattaafsláttur fyrir láglaunakonuna og bankaforstjórann, hann fer upp allan stigann. Það er verið að setja töluverðan pening í skattalækkanir á efstu tekjuhópana, sem enginn í samfélaginu er að krefjast,“ segir Drífa.

Þingflokksformaður Vinstri grænna hefur bent á að ýmislegt hafi þegar verið gert til að stuðla að bættum jöfnuði í samfélaginu og að horfa beri á stóru myndina. Drífa segir vissulega margt hafa verið mjög vel gert og margar góðar tillögur liggi frammi, sem við eigum þó eftir að sjá raungerast.

„Í skattkerfinu eru stórir möguleikar til tekjujöfnunar og þessi skattalækkun upp á 6.760 krónur á mánuði sem kemur til framkvæmda á þremur árum, rúmlega 2.000 króna lækkun á ári, er frekar langt frá því sem við höfðum hugsað okkur til þess að koma kjaraviðræðum í gang aftur.“

Segir útreikninga ekki ganga upp

Þá fái ASÍ tölur fjármálaráðuneytisins ekki alveg til að stemma. „Við fáum þetta ekki alveg til þess að stemma, okkur sýnist eins og eigi að frysta upphæð persónuafsláttar,“ segir Drífa um skattatillögurnar.

„Það þarf að svara því í fyrsta lagi hvenær þetta eigi að koma, í hvaða áföngum, og hvort það sé rétt metið hjá okkur. Eina leiðin til þess að við fáum þetta til að ganga upp er að það eigi ekki að breyta persónuafslætti og láta hann rýrna,“ segir hún.

„Ég held að allir hagfræðingar landsins hafi setið yfir þessu í dag og ekki fengið þetta til þess að stemma,“ segir forsetinn sem tekur fram að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvernig stjórnvöld hyggjast hrinda tillögunum í framkvæmd.

„Gallinn er sá að við höfum ekki fengið upplýsingar um nánari útfærslu á þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Tjá sig ekki um orkupakkann

05:30 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á fundi sínum í gær. Sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna þriðja orkupakkans verði kynnt öðrum hvorum megin við helgi. Meira »

Metfjöldi í Landgræðsluskóla SÞ

05:30 Alls er nú 21 nemandi skráður í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hófst fyrir skömmu, en um er að ræða árlegt sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur verið skráðir á námskeiðið. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Önnur flugfélög að falla á tíma

05:30 Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Meira »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...